Stjörnuhengingar

Er ekki vafasamt fyrir meinta bankaræningja sem nú eru til rannsóknar að ráða sér rugludall í Bretlandi sem hefur boðið fram lögfræðiþjónustu sína? Þetta er sá sami og Pressan kallar "stjörnulögmann" (en þar á bæ eru allir stjörnur).

Vandinn er nefnilega sá að flestir skjólstæðingar þessa manns hafa verið hengdir, þar á meðal Saddam Hussein, Efnavopna-Ali og fleiri slíkir.

En það hafa þá væntanlega verið "stjörnuhengingar" samkvæmt skilgreiningu Pressunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag

Hvaðan skildi Sigurður Einarsson hafa féð án atvinnu til að ráða til starfa dýrasta lögmann Bretlands og Jón Ásgeir tekur einnig til varna þótt hann eigi enga peninga??       Kanski rennur klinklið úr vatnskrönum á heimilum þeirra félaga??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 14:55

2 identicon

Eg stend að baki vinum mínum.Og skil ekki þessar galdrabrennur sem eru farnar gegn þeim.Mönnum sem mega ekki vamm sitt vita og studdu listamenn veglega

Erlingur hólm valdimarsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 21:34

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Seinheppinn maður Sigurður. Lögfræðivalið segir margt um manninn. Annars er það bara sorglegt að svo skuli komið fyrir bankaelítunni á Íslandi að hún sé eftirlýst af Interpol í útlöndum. Ólafur Þór Hauksson og hans fólki barst í dag heimboð frá SE í London flutt að Gesti Jónssyni lögmanni hans. Fargjald hópsins er þó trúlega á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Þetta er í besta falli hallærislegur farsi sem Sigurður er að rembast við að leikstýra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.5.2010 kl. 00:25

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Smith hét lögmaður Saddams, svo eitthvað er Ómar að rugla saman fólki. Burton hefur séð um sum mál Amy Winehouse, sjá: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1055500/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.5.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband