Nei, takk
8.7.2010 | 12:57
Viðskiptablaðið segir í dag að ef miðað verði við samningsvexti gengistryggðra lána mun um 350 milljarða króna eignartilfærsla eiga sér stað frá fjármálafyrirtækjum yfir til lántakenda, eins og segir í frétt blaðsins.
Mótmælaaðgerðir lítils hóps fólks við Seðlabankann undanfarna daga eru auðskiljanlegar í þessu ljósi. Auðvitað vilja þeir sem álpuðust til að taka gengislánin ekki borga 350 milljarðana og lái þeim hver sem vill. Þeir vilja miklu frekar fá þessa peninga í sinn hlut.
Ég hef samúð með þeim sem berjast í bökkum við að halda í þak yfir höfuð sitt og barna sinna þeim sem voru narraðir til að taka þessi ólukkulán og þræla nú og púla dagana langa til að geta staðið í skilum. Ég þekki svoleiðis fólk.
En ég hef enga sérstaka samúð með þeim sem í græðiskasti tóku lán til að kaupa sér flotta bíla, óþarfa húsnæði, harðvið á öll gólf og veggi, lúxusferðalög og ég veit ekki hvað, eins og tíðkast í vanþróuðum samfélögum. Sumt af þesskonar fólki fer nú í fararbroddi þeirra sem ekki vilja borga skuldir sínar, hvorki niðurfærðar né óskiptar. Ég þekki líka fólk í þessum hópi.
Ég er alveg til í að leggja mitt af mörkum til að aðstoða þá sem eru í fyrri hópnum en ekki þeim síðari. Þeir verða að borga skuldir sínar sjálfir.
Athugasemdir
Tek heils hugar undir mrð þér varðandi síðustu málsgreinina
Finnur Bárðarson, 8.7.2010 kl. 13:48
meðfylgjandi svarar þessum hugleiðingum þínum, ekki gleypa það hrátt sem kemur frá þeim eru á kafi í þessu skítabixi og eru að reyna að bjarga sér á kostnað lántaka.
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/#entry-1075166
Jón Á benediktsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 13:52
Ég held að þú sért að hlaupa á þig dálítið núna eins og svo margir, þ.m.t. ríkisstjórnarflokkarnir í broddi fylkingar. Menn mega ekki blindast af öfund út í þá sem kanski leifðu sér full mikið miðað við okkur hin sem heima sátum. Það getur verið að okkur bæri að þakka þessu fólki fyrir að hafa tekið þessi lán, því fái fólkið sem hefur verið að berjast í bökkum við að greiða af þessum lánum endurgreiddar þessar upphæðir, getur það komið sér einkar vel fyrir hagkerfi Íslendinga. Jú hér er um að ræða miklar upphæðir, sem viðskiptafræðingar og hagfræðingar blása út og básúna varnalausu fólkinu, sem óráðsíuseggi. En hver er síðan niðurstaðann ef fólkið fær þetta greitt út. 350 miljarðar koma inn í hagkerfið, þar af þarf Íslenska ríkið að sjá af u.þ.b. 100 ti 140 mj.kr. Ef við gerum okkur reiknikúnstir hagfræðinga að okkar ætti Íslenska ríkið að endurheimta u.þ.b.280mj. kr. í formi skatta og tekju aukningar mínus 140mj,kr þannig að eftir stæði sem hreinn hagnaður ríkisinns 140mj.kr. Þá má reikna með að vegna aukinnar allmennar veltu í þjóðfélaginnu mindi hliðarverkun slíkrar aukningar á fjármagni inn í þjóðfélagið minka atvinnuleysi og spara þar aukalega ríkinnu umtalsverðar fjárhæðir.
Það sem ég er að seja, það er betra að hugsa málin til enda áður en öfund og afbríðissemi hleipur með mann í gönur. Ég óska þessu fólki til hamingju með að hafa unnið þetta mál í Hæstarétti, en fordæmi stjórnvöld og forsvarsmenn Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins og Viðskiptaráðherra í framgöngu þeirra gagnvart almenningi. Þeirra er skömminn en ekki þeirra sem leita eftir réttlæti. Við hin sem ekki tókum þátt í þessu ættum að stiðja þetta fólk í baráttu sinni fyrir líðræði í landinu og taka okkur stöðu með réttlátu þjóðfélagi.
Kveðja
Guðmundur Karl
Guðmundur Karl Þorleifsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 17:35
Hver borgar brúsann Guðmundur ?
Finnur Bárðarson, 8.7.2010 kl. 20:58
Finnur hver borgaði brúsann þegar allar innistæður í bönkunum voru tryggðar. 98% af þeim peningum sem þar voru tryggðir voru í eigu 3% þjóðarinnar. Ekki má heldur gleyma því að einmitt eftir þá aðgerð hrundi gengi Krónunnar. Er það sanngjarnt að við borgum brúsann fyrir þann verknað 2 sinnum ég bara spyr ?? Það varð að verja fjármagnseigendur þar en að verja skuldarana er bara bannað ekki nóg með að við borgum þeim alla þá peninga sem þeir töpuðu í bankanum heldur þurfum við að sætta okkur við mikla hækkun lána útaf þeim gjörningi.
SIgurður Hjaltested (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:05
Einn stjórnarsinninn enn að styðja auðvaldið á kostnað almúgans, alveg ótrúlegt hvað vinstra liðið stendur fast á bak við auðvaldið!
Kjartan Sigurgeirsson, 9.7.2010 kl. 02:16
Má gera athugasemd þar sem ég segist ekkert hafa að segja, þar sem Guðmundur er búin að því?
Hef svo litlu við orð hans að bæta að ég sleppi því bara.
Dingli, 9.7.2010 kl. 07:52
Sigurður Hjaltested, skattgreiðendur þurftu ekki að setja út krónu til að tryggja þessar innistæður í bönkunum.
Þegar bankarnir lánuðu þá peninga sem voru bundnir í innistæðum mynduðust eignir á móti, þessar eignir voru færðar úr gömlu bönkunum inn í þá nýju með innistæðunum. Hvorki ríkið né skattgeiðendur þurfa því að leggja út eina krónu og eignir sem mynduðus á móti innistæðum eru þarna enn. Það þýðir að það varð eingin eignatilfærsla eins og í tilviki gengistryggðra lána.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:01
Svo þarf Guðmundur ekki að fara lengra en inn á hemasíðu Seðlbanka Íslands til að sjá að hagfræðingar Seðlanbankans hafa þegar svarað þessu sem Guðmundur kemur fram með.
Þeir eru sammála um að niðurfelling skulda myndi skila sér í aukinni neyslu almennings, en hún myndi ekki skila jafn miklum sköttum og Guðmundur leggur til. En aðalmálið er að við þurfum ekki að auka á neyslu almennings, við þurfum fjármálalegan stöðuleika, þá er hægt að auka neyslu almennings. Þetta þarf allt að koma í réttri röð, fyrst kemur efnahagslegur stöðuleiki, svo aukin neysla.
Eins og segir á heimsiðu SÍ, "Segja má með nokkurri einföldun að efnahagsáætlun stjórnvalda, með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gangi út á að endurheimta traust; í fyrsta lagi á sjálfbærni ríkisfjármála, í öðru lagi á stöðugleika fjármálakerfisins og í þriðja lagi stöðugleika krónunnar."
Það er alveg ljóst að ef ríkissjóður verður fyrir fleirri áföllum þá er efnhagslegum stöðuleika ógnað. Ríkissjóður ætti erfiðara með að greiða skuldir, sem myndi veikja krónuna og grafa undan trausti og fjármál ríkisins yrðu þá ekki sjálfbær.
Fist thing first....
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:13
Bjöggi, hvað ef neysluaukningu yrði stýrt í ákveðin farveg. Greiðslu skulda, breyta bílvélum til notkunar á innlendri orku,(metanól) etja fólki enn frekar til nauðsynlegra viðhalsverkefna með skattaafslætti á efniskostnað séu innlendar vörur notaðar. Margt annað kemur til greina, en ég nefni bara það sem mér datt í hug í augnablikinu til að taka einhver dæmi.
Sumt annað sem þú segir, stendur aðeins í mér. Þarf að hugsa það aðeins, þó held ég að flest eða kannski allt sé nokkurn vegin rétt.
Dingli, 9.7.2010 kl. 14:26
Sæll Ómar
Kynntu þér endilega málfluttning Marinós G Njálssonsr stjórnarmanns í Hagsmunasamtökum heimilanna um afskriftir milli gömlu og nýju bankanna. Hann og aðrir hjá HH hafa virkilega legið yfir þessu máli og þær athuganir og niðurstöður þeirra segja aðra sögu en þennan klafa upp á 100 - 140 milljara sem velt verði á almenning
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.7.2010 kl. 13:56
Hólmfríður, það er verulegt vandamál hversu viljug ríkisstjórnin er að láta þegna sína borga sem mest. Hvers vegna, er spurning sem ekki fæst svar við. Hver giskar því á sitt, allt frá landráðum til þess að verið sé að gera allt sem hægt er, það megi bara ekki segja frá afhverju þetta er gert svona.
Dingli, 11.7.2010 kl. 15:15
Dingli - hér er slóðin áfærslurnar hjá Marinó - lestu þér til og skrifaðu svo.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.7.2010 kl. 21:20
Dingli - hér er slóðin á færslurnar hjá Marinó - lestu þér til og skrifaðu svo.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.7.2010 kl. 21:20
Þarf ekki! Hef lesið allt sem Marinó hefur skrifað.´
Hegðun ríkisstjórnarinnar er söm sem áður.
Dingli, 11.7.2010 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.