Fratfundur

Svokallaður 'blaðamannafundur' sem Björk Guðmundsdóttir og fleiri stóðu fyrir í Norræna húsinu í dag olli mér miklum vonbrigðum. Þetta var alls ekki blaðamannafundur heldur vettvangur fyrir Björk og félaga hennar til að lesa upp sína skoðun á sölunni á HS Orku til Magma Energy.

Að því leyti til var þetta mesta frat.

Engar spurningar voru leyfðar. Því fóru engin skoðanaskipti fram og engin svör veitt við þeim fjölmörgu spurningum sem vöknuðu við upplesturinn. Ekki ljóst hvers vegna þetta form var haft á - en það tryggði náttúrlega þá umfjöllun sem maður hefur séð í íslenskum fjölmiðlum nú í kvöld.

Ég hefði til dæmis viljað spyrja hvaða hlutverki Eva Joly gegnir í þessari baráttu: einn forustumanna undirskriftasöfnunarinnar var ítrekað kynntur sem aðstoðarmaður hennar sem varla var hægt að túlka öðruvísi en svo að hann væri þarna sem slíkur.

Jamm, það er margt skrítið í henni veröld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta þitt take á magma málið?

marat (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Nei, þetta er lýsing á fundinum í Norræna húsinu.

Ómar Valdimarsson, 19.7.2010 kl. 23:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég glöð að heyra upplifun þína á fundinum. Ég horfði á þetta í fréttum og fannst þetta hálfgerður "divu" fundur, reyndar eins og annað sem Björk kemur nálægt, gert til að auglýsa sjálfa sig en ekki málstaðinn. Í lok fréttar kom fram að hún hafi ekki leyft upptökur af söng sínum og engin viðtöl, hvað heldur blessuð manneskjan að hún sé.  Það var svosem ágætt að þurfa ekki að heyra söng hennar í fréttatímanum því mér þykir hún með þeim leiðinlegri sem flytja tónlist, en það er nú allt önnur ella. Held hún ætti bara alveg að taka sér frí blessunin. Við höfum ágætis fólk sem er að mótmæla þessum gjörningi.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband