Höfundur
Ómar Valdimarsson
Áhugamaður um umburðarlyndi og sanngirni, fólk og fyrirbæri, staði og siði, hið mannlega drama, sultugerð og margt fleira. MA-nemi í mannfræði við HÍ. Blogga sjálfum mér til skemmtunar og hugarhægðar þegar sá gállinn er á mér. Afburða vel kvæntur fjögurra barna faðir, afi Sölku og Kötlu, fóstri kisunnar Margrétar Þórhildar Ýr, nýt fölskvalausrar matarástar hundanna Húgós og Heru - þarf ekki að kvarta yfir neinu.
Nýjustu færslur
- 22.2.2013 Ari fattar þetta ekki
- 7.9.2012 Auglýsingaherferð og lygasögur
- 16.4.2012 Enginn er fyndnari en Guðni
- 2.4.2012 Falleraðir ráðherrar í fýlu
- 29.3.2012 Þjóðin...
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Tenglar
Mínir tenglar
- Agnes mín í London Stjórnmálaskýringar fyrir bjána
- Dagmar mín Listsköpun míns betri helmings
- Newspapers worldwide Dagblöð um víða veröld
- Amnesty International Mannréttindabaráttan heldur áfram
- Dagblöð á vefnum Fyrir fréttafíkla
- Innovations in newspapers Fínn vefur um framfarir í blaðamennsku
- IRIN Fréttavefur SÞ um mannúðarmál
- Africa Confidential Glöggar upplýsingar um pólitík í Afríku
- AlertNet Hamfaravefur Reuters
- Asia Food Um asíska matargerð
- Crisis Group Merkur vefur um átök og friðarumleitanir
- Nýtt lýðveldi Kerfið er ónýtt.
Virðingarvert
21.7.2010 | 23:25
Það ber að virða það við Björgólf Thor Björgólfsson að hann ætli að láta allan arð af fyrirtækjum ranna til þess að gera upp skuldasúpuna. Hann sýnir með þessu ábyrgð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar.
Fleiri útrásarvíkingar svokallaðir mættu sýna svipaða ábyrgð og að minnsta kosti láta örlítið af gorgeirnum sem enn þjakar suma þessara manna.
Venjulegt fólk kann yfirleitt að meta auðmýkt og iðrun; gorgeir og hroki gerir aðeins illt verra.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ómar !
Núna félstu á prófinu !
Þetta er ,,krani" !
http://blog.eyjan.is/gunnaraxel/2010/07/21/meiri-krani/
JR (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 23:34
Sammála Ómar. Annað en Litli- Bónus sem er búinn að láta 45.000.000.000 krónur lenda á þeim sem lánuðu honum í þeim fyrirtækjum sem nú þeger er búið að gera upp og kröfuhafar vart byrjaðir. Til dæmis heiðra skaltu föður þinn og móðir ; móðir hans í ábyrgð fyrir 63.000.000.000. og faðir hans fyrir 62.000.000.000. Al Capone en eins og kórdrengur í samanburði,en talið er að hann hafi stolið um 1.000.000.dollara á sínum tíma sem með verðbótum er klínk í samanburði við það sem Okkar maður gerði og sumir kalla mesta efnahagsglæp í heiminum eftir seinni heimsstirjöld.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 00:15
Ef þetta er próf þá hefur Ómar staðist það. Málefnalega fjallað um hlutina og ég er meira að segja sammála honum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.7.2010 kl. 00:39
Ætlar hann kannski að borga Icesave skuldina líka?
Þráinn Jökull Elísson, 22.7.2010 kl. 01:24
Verð að viðurkenna eins og oft áður þá eru íslenskar fréttir mjög hroðvirknislega unnar. En alls ekki viss um að þú hafir skilið málið rétt :-o Sýnist kappinn hafa komist að mjög góðum "deal" fyrir sig, svona m.v. aðstæður, alla vega ef skil þessar óskýru fréttir af fréttatilkynningunni rétt. En kannski á maður ekki að tjá sig um svona mál fyrr en komið endanlega á hreint hvað þetta í raun þýðir, þannig virðist það yfirleitt vera á Íslandinu góða.... fátt er eins og það sýnist við fyrstu sýn þessi misserin :-o
ASE (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 01:56
Ég er sammála því að BTB er að sýna lit þarna til að leita sátta við sína lánardrottna og þá um leið við ímynd sína hjá íslensku þjóðinni.
Íslenskir fréttamenn mættu hinsvegar spyrja spurninga!
Hvað ef það verður enginn arfur? Hvað ef það verður enginn söluhagnaður?
Marta B Helgadóttir, 22.7.2010 kl. 15:04
Það er líka afskaplega virðingarvert hjá þér að trúa spunanum í blaðafulltrúa BTB - eins og nýju neti. BTB ætlar og ætlar og ætlar. BTB hefur orðið ber að gróteskum lygum og engin ástæða til að trúa honum núna. Þessi maður er best geymdur bak við lás og slá.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 18:23
Af hverju er Björgólfur Thor að senda svona tilkynningu út í samfélagið. Varðar okkur nokkuð um það í hvaða persónulegum skuldum hann er? Maðurinn neitar að bera sameiginlega ábyrgð á því efnahagstjóni sem hann, faðir hans og þeirra pótentátar í Landsbankanum, ullu í bankanum. Í dag er verið að velta þeirra skuldafjötrum yfir á samfélagið. Ekki láta glepjast af fagurgala þessa manns. Björgólfur er ekki að gera neitt upp við samfélagið nú þegar hann er að losa sig út úr persónulegum skuldum sínum.
Daníel (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.