Kjaftstopp
20.8.2010 | 10:36
Þjóðkirkjan hefur nú gert hið eina rétta: séra Kristján Björnsson, sem sæti á í Kirkjuráði, hefur skrifað grein í Moggann í dag um frásögn Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur (Skúlasonar) af kynferðislegu ofbeldi föður síns.
Eins og ég nefndi í síðustu færslu á þessum vettvangi vorum við séra Ólafur vinir um áratuga skeið þótt sambandið væri aldrei mikið. Þessi frásögn veldur því lamandi vonbrigðum, gerir mann alveg kjaftstopp. Ef þetta er rétt - hlýtur þá ekki allt hitt að vera satt líka?
Hlýjustu kveðjur mínar til fjölskyldunnar.
Athugasemdir
Það er óhætt að taka undir samúðarkveðjur þínar til fjölskyldu Ólafs heitins Skúlasonar og við sem höfðum samstarf við hann erum sem steini lostin. Það er erfitt að þurfa að horfast í augu við það ólán sem virðist hafa fylgt manninum og óhamingju sem hann hefur valdið öðrum.
Mér er hins vegar órótt yfir því að fulltrúi í kirkjuráðinu skuli fara fram með þessar upplýsingar. Vonandi hefur það verið í sammráði við Guðrúnu Ebbu. Það að kirkjuráðsmenn skuli enskis hafa spurt ber vott um virðingu fyrir henni og þeirri staðreynd að kirkjuráðið er ekki rannsóknarréttur.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, 20.8.2010 kl. 10:56
Já er það ekki æðislegt.. að gera hið eina rétt nú þegar sannleikurinn er kominn í ljós.
Ekki vildu þeir gera hið eina rétta áður fyrr... það er ekki fyrr en núna þegar allur skíturinn flýtur upp... að þessir kuflar koma fram og segjast vera tilbúnir í að segja að kynferðislegt ofbeldi sé synd.. sem er reyndar alveg þvert ofan í boðskap biblíu, biblían hreinlega MÆLIR MEÐ NAUÐGUNUM; Flettið því upp ef þið trúið mér ekki
Hver hefur ekki heyrt fréttir af trúarsöfnuðum sem segjast ætla að gera hið eina rétta... EFTIR að þeir voru nappaðir; Og hvað gerist.. EKKERT.
doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 11:39
"Ef þetta er rétt - "
Er hægt að efast lengur um framferði Ólafs?
HBH (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:25
Engar ástæður hef ég til að efast um frásögn Guðrúnar Ebbu.
Ómar Valdimarsson, 20.8.2010 kl. 14:04
" Ef þetta er rétt " ? - Gefur vísbendingu um efasemdir þess sem segir eða skrifar.
Benedikta E, 20.8.2010 kl. 18:16
Ómar, löngu áður en ásakanir á hendur Ólafi komu fyrst fram, vantreysti ég þessum manni. Ekki það ég þekkti hann nokkuð, en efir athöfn sem ég var viðstaddur sat ég nokkra stund til borðs með honum og hann virkaði strax illa á mig. Ekki að ég væri að velta því fyrir mér, en sagði þó, svona í hálfkæringi, við ættingja út í bíl: Prests-álfurinn er örugglega hommi.
Því miður er komið í ljós að svo var ekki, og að ég vantreysti honum strax var vegna þess mér fannst maðurinn ekki hreinn og beinn, falskur, það væri eitthvað spúký við hann.(kann ekki alveg að lýsa tilfinningunni sem greip mig)
Ég gleymdi þessu svo, en þegar HETJAN kom opinberlega fram með frásögn sína um hvaða mann Ólafur hafði að geyma, vissi ég um leið að hún var að segja satt.
En svona er þetta bara, fólk virkar misjafnlega á hvern og einn og ég skil vel að þú skulir í hálfgerðu sjokki.
Tek að lokum undir samstöðukveðjur með fjölskyldunni og hugrekki Guðrúnar.
Dingli, 21.8.2010 kl. 18:08
Við sem þekktum til klerksins erum örugglega flest sammála þér Ómar. Verst að svona mál vöru ekki rædd þegar við vorum krakkar annars................. ja hver veit?
Ía Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.