Svo bregðast krosstré

Það er hægt að gleðjast yfir mörgu í lífinu - en fátt af því tengist opinberu lífi á Íslandi. Einmitt þegar ég hélt að nú væri kannski von (að það væri óhætt að fara aftur í sjóinn, eins og sagði í bíóauglýsingunni forðum), þá verður Alþingi sér enn til minnkunar.

Eins og mörgum öðrum fannst mér að tillögurnar um Landsdóm væru myndarlegt tákn um að stjórnmálastéttin ætlaði að axla ábyrgð sína. Það hefði ekki skipt öllu máli hvort ráðherrarnir fyrrverandi hefðu verið fundnir sekir eða saklausir. Aðalatriðið var að farið væri að lögum og að það væri viðurkennt með óyggjandi hætti að einhver átti að standa vaktina á meðal ballið mikla leystist upp í fyllirí, gripdeildir og slagsmál.

Það kom ekkert sérstaklega á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti, það er í eðli hans að vernda sína menn sama hvað á gengur. Mér fannst hins vegar óhætt að reikna með að aðrir þingmenn myndu standa í lappirnar. Ekki síst Jóhanna forsætis. 

Á dauða mínum átt ég fremur en því að sjálf Jóhanna Sigurðardóttir færi á taugum og leiddi þar með ábyrgðarmenn Hrunsins aftur til valda.  Það er ekki lítil ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband