Sviđin jörđ eftir íslensku innrásina
1.10.2010 | 06:18
ÁRÓSUM: Bćjarblađiđ hér, Ĺrhus Stiftstidende, er ađ deyja. Upplagiđ hefur hrapađ úr nćrri 80 ţúsund eintökum í minna en 30 ţúsund á örfáum árum.
Ţeir berjast um á hćl og hnakka enda á ţetta ágćta blađ sér rúmlega 200 ára merka sögu, stofnađ 1794. En ţađ berst viđ ofurefli Jyllands-Posten sem hefur haft ađgang ađ gríđarlegu fé til ađ berja samkeppnina niđur.
JP hefur reyndar sjálft mátt verja miklu fé á undanförnum árum til ađ verjast viđbrögđum viđ ţeirri ákvörđun ađ birta umdeildar teiknimyndir af Múhammeđ spámanni (í nafni hins takmarkalausa tjáningarfrelsis) og nú eru miklar gaddavírsgirđingar í kringum höfuđstöđvar blađsins í Viby, útbćjar Árósa. Ţörfin fyrir víggirđinguna minnkar varla á nćstunni ţví nú er veriđ ađ gefa teikningarnar út í sérstakri bók um ţađ mál allt saman.
Fleiri dönsk blöđ berjast í bökkum og raunar er kreppa í blađaútgáfu ekki sér danskt fyrirbćri, dagblöđ víđa um heim eiga undir högg ađ sćkja. Hvađ hefur ekki veriđ ađ gerast á Íslandi?
Ein ástćđa ţessarar dagblađakreppu hér í landi rekur ćttir sínar til Íslands og er til tákns um ađ ekkert er eylandiđ í heimsvćđingu dagsins. Ţađ var nefnilega ţannig ađ Nyhedsavisen-ćvintýri Gunnars Smára, Jóns Ásgeirs og félaga kostađi danska blađaútgefendur um hálfan annan milljarđ danskra króna ţrjátíu milljarđa íslenskra króna. Ţađ fé var sett í ađ bćta samkeppnisađstöđuna gagnvart íslensku innrásinni...sem rann svo út í sandinn eins og margt annađ sem kokkađ var á ţeim bć. Ţessa peninga hefđi allt eins veriđ hćgt ađ nota til ađ bćta ţau blöđ sem fyrir voru.
Eftir sátu fátćkari dönsk dagblöđ, Ĺrhus Stiftstidende ţar á međal, og fjölmargir atvinnulausir danskir blađamenn.
Athugasemdir
Áskrifendum Moggans fćkkađi um einn í gćr.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.10.2010 kl. 19:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.