Það sem virtist svo einfalt...

Í upphafi virtist þetta allt vera frekar einfalt:

Alþingi ákvað fyrir tveimur árum að setja á stofn rannsóknarnefnd til að leiða í ljós sannleikann um aðdraganda efnahagshrunsins. Allir voru ánægðir með þetta.

Í vor kom skýrsla nefndarinnar í löngu máli, Stóra skýrslan. Allir voru ánægðir með hana.

Í Stóru skýrslunni voru nafngreindir nokkrir forustumenn lands og þjóðar sem höfðu sofið á vaktinni. Allir voru mjög ánægðir með að þetta lægi fyrir.

Svo stofnaði Alþingi þingmannanefnd til að fara yfir Stóru skýrsluna og gera tillögur um viðbrögð þingsins. Allir voru mjög ánægðir með það.

Næst gerðist það að þingmannanefndin skilaði tillögum sínum. Allir voru hæstánægðir með þann hluta sem sagði ekkert um ábyrgð á hruninu.

En nokkrir, sérstaklega forustumennirnir og vinir þeirra, urðu spólvitlausir yfir því að það ætti í alvöru að taka mark á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Nema meirihluti þjóðarinnar sem fannst þetta gott mál. Könnun MMR frá 17. september sýndi nefnilega að meirihluti þjóðarinnar vildi taka mark á Stóru skýrslunni og láta forustumennina sæta ábyrgð.

Í kjölfarið var efnt til illinda á Austurvelli – en út af einhverjum allt öðrum málum.

Er nema furða að manni gangi illa að skilja þetta - hvað þá að útskýra gang mála á Íslandi fyrir fólki í öðrum löndum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illinda? Hvaða illinda? Hópur fólks safnaðist saman og ákvað að gefa þingmönnum mat:

http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/entry/1101179/

Greyin eru svo vannærð að þau hafa alveg gleymt því til hvers þau voru kosin. Sem var víst eitthvað kennt við norræna velferð.

Hversu margar biðraðir sérðu, Ómar, þar sem þú býrð?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 03:38

2 Smámynd: K.H.S.

Egill Helgason áróðursmaður Baugsmafíunnar og kattspaka hluta ríkissjórnarinnar er fúll á bloggum sínum,, en sýnir vel þankaganginn.

Að hanns dómi eru mótmælin sem nú eiga sér stað og henta ekki honum, bara fáeinar afvegaleiddar hræður á leið á helgarfylliríið, enda vita þær ekki hverju þær eru að mótmæla, eða bara mótmæla alltof mörgu í einu. Svona til vara þá flytur hann þær fréttir í fyrirsögn að mótmælt sé víða um heim og því þá ekki hér. Nærtæk skýring og pissar ekkert uppá dágóðu stjórnvöldin sem nú sitja.

Egill >"Niðurskurðarfjárlög, þau vond! . Nei Nei stóru strákarnir í Bretlandi eru sko líka að skera niður.(þeir gerðu allt rétt síðast (Tatcher) og gera það líka nú.)???

Egill > Klappað fyrir Geir á fundi hjá Sjálfstæðisflokknum, hlægilegt. aldrei klappað fyrir neinum þar sem ég el manninn á flokksfundum , síst af öllu þegar þarf að stappa í menn stálinu og sýna þeim vinsemd og virðingu. Nei það gengur ekkert svoleiðis og við í mínum flokkum gerum það aldrei."

Egill er á launum hjá ríkinu við að sjá um umræðuþátt þar sem fastagestavalið er mjög einsleitt, jábræður hanns og systur þar algengustu fuglarnir sem sjá þar um skoðanaútdeilinguna og forheimskunina ásamt stjórnandanum.

Ég bendi fólki á að fara inná síðuna hjá Agli og sjá hvernig vanur áróðursmeistari stillir málum upp, með fyrirsögnum, tengingum, og niðurtali til lesenda sinna í þeim tilgangi að snúa öllum málum sér til þóknunar og með því reyna að stýra skoðanamindun hjá lesendum sínum og öðrum nytsömum sakleysingjum.

Blogg Egils það sem af er helginni.

Klappað fyrir Geir

Mikill niðurskurður í Bretlandi

Fréttatíminn: Óheyrilega mikil lán til Björgólfa

Mynd ársins?

Mótmæli á Íslandi og víðar'

Og þao nýasta í dag. Hvílík fimi

"""" Frá Agli

ESB og bændaforystan

Ingimundur Bergmann, bóndi og vélfræðingur, skrifaði grein um bændaforystuna og Evrópusambandið í Fréttablaðið í síðustu viku. Í greininni segir meðal annars:

(takið eftir bóndinn sagði fátt).en EH smyr hugsunun á bóndann og raunar alla bændaforystuna, leggur síðan útfrá því. Þetta er í Marðar og Guðmundar Andra stíl. Gera mönnum upp skoðanir jafnvel hugsanir og leggja útfrá því.

Úr Agli.

;"""Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska, er að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að styrkja íslenskan landbúnað sé varið. Við lestur fyrrnefnds bréfs læðist að sá grunur, að það fari dálítið fyrir brjóstið á bændaforustunni að hugsanlega verði þar gerð breyting á: að greiðslur verði auðraktari og kerfið gert opið og gegnsætt. Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja að í millifærslukerfinu íslenska og er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðarkerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem innvígðir eru."""

???Kunnara en frá þurfi að segja. Þá vitum við það!!!.Vissir þú það, ekki ég.

og áfram heldur spuninn í nafni bóndans.

K.H.S., 3.10.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband