Unnur og Björk í Kína
19.11.2010 | 20:24
LILONGWE, MALAVÍ: Hitti hér í gćrkvöld írskan diplómat sem er nýkominn hingađ frá Kína eftir fjögurra ára dvöl. Honum líkađi vel ţar austur frá, raunar svo vel ađ hann kom međ kínverska konu heim međ sér og ungan son sem nú búa í ţorpi á Írlandi.
Hann fór mörgum fögrum orđum um frammistöđu Íslendinga á heimssýningunni í Shanghai, sagđi básinn hafa veriđ međ ţeim vinsćlustu og ađ íslenska starfsfólkiđ ţar hefđi veriđ sérlega hugmyndaríkt og duglegt. Og hann átti ekki orđ yfir fegurđ Unnar Vilhjálmsdóttur heimsfegurđardrottningar sem ţar vann í nokkrar vikur.
- Hún var..., sagđi hann, andvarpađi svo og sagđi ekki meira um ţađ.
Ţá barst taliđ ađ músík og ţá nefndi hann tónleika sem Björk Guđmundsdóttir hélt í Beijing ţar sem hún endađi međ ţví ađ hrópa Frjálst Tíbet!
- Ţađ hafđi vondar afleiđingar, sagđi diplómatinn. - Ţessi uppákoma stöđvađi nánast alveg tónleikahald vestrćnna hljómsveita í Kína. Og ekki nóg međ ţađ, kínverska umbođsfyrirtćkiđ fór á hausinn í beinu framhaldi af ţessum tónleikum og tónleikahaldarinn lenti í verstu málum.
Sem ítrekar hiđ fornkveđna: When in Rome...
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.