Vond hugmynd
26.1.2011 | 23:13
Smávegis um stjórnlagaþingið:
Þetta er náttúrlega ótrúlega ólánlegt allt - og þótt Hæstiréttur tíni til tóman tittlingaskít, þá ber að fara að lögum.
Auðvitað á að kjósa aftur. Það er ástæðulaust að láta ofstopa- og sérhagsmunafólk koma í veg fyrir það.
Þótt hugmynd dr. Gunnars Helga Kristinssonar og fleiri um að Alþingi skipi kjörna stjórnlagaþingsfulltrúa einfaldlega í nefnd til að endurskoða stjórnarskrána sé sjálfsagt einfaldasta lausnin, þá er hún engu að síður afar vond hugmynd. Þar með væru hinir þjóðkjörnu stjórnlagaþingsfulltrúar orðnir fulltrúar Alþingis - einmitt þess aðila sem verið er að skera niður úr snörunni.
Það er lykilatriði að stjórnlagaþingið geti unnið sína vinnu án þess að eiga nokkuð undir Alþingi.
Og svo mætti forðast heilmikið vesen og spara einhverjar krónur á því að endurtaka aðeins sjálfa kosninguna - þ.e. kjósa einfaldlega aftur á milli þeirra rúmlega 500 sem gáfu kost á sér.
Þá væri til dæmis hægt að fella út konuna sem datt það fyrst af öllu í hug að hún þyrfti að "sækja rétt sinn". Eins og hann sé aðalmálið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.