Amerískt trúarofstæki kostar mannslíf í Uganda
27.1.2011 | 12:20
Ofstæki hómófóba í Úganda hefur nú kostað þarlendan baráttumann lífið, sbr. þessa frétt úr Mogganum í morgun: http://mbl.is/frettir/erlent/2011/01/27/barattumadur_fyrir_rettindum_samkynheigdra_myrtur/.
Það er ekki í fyrsta sinn sem blóði er úthellt vegna óþols gagnvart skoðunum eða lífsmáta og verður sjálfsagt ekki það síðasta heldur.
Þetta kom mér sannast sagna ekki sérlega mikið á óvart, það er mikið um trúarlegt ofstæki í Afríku og hommar og lesbíur í Úganda (og fleiri Afríkulöndum) hafa að undanförnu mátt sæta ótrúlegri framkomu. En ég vissi ekki fyrr en ég datt niður á það, að það eru amerískir trúarofstækismenn sem standa á bak við herferðina gegn samkynhneigðum í Úganda, sbr. þessa frétt úr New York Times: http://www.nytimes.com/2010/01/04/world/africa/04uganda.html
Ameríkanar af þessu tagi, og raunar þarlend stjórnvöld líka, hafa lengi verið í stríði við saklaust fólk í Afríku. Þróunaraðstoð bandarískra stjórnvalda á sér jafnan pólitísk markmið sem sveiflast upp og niður eftir stemningunni heima fyrir. Opinberu amerísku fé sem varið er til baráttunnar gegn eyðni hefur t.d. ekki mátt verja til að kaupa smokka eða annað það sem gæti raunverulega dugað til að hefta útbreiðslu kynsjúkdóma - en þess heldur til að hvetja fólk til að gera ekki hitt.
Hvað sagði ekki Tómas Guðmundsson: Því meðan til er böl sem bætt þú gast,og barist var á meðan hjá þú sast,er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Athugasemdir
vel mælt Ómar
Óskar Þorkelsson, 27.1.2011 kl. 14:35
já þetta á svo sem ekki að koma á óvart að það hafi verið trúboðar frá Bandríkjunum sem hafa verið að kinda undir áráðurinn gegn samkynhegðnum í Úganda.
Davíð Bergmann Davíðsson, 27.1.2011 kl. 21:10
Hér er bók, sem lýsir forsprökkum þessarar vitfirringar
Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2011 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.