Kerfiđ virkađi
14.2.2011 | 17:06
Man ég ţađ ekki örugglega rétt ađ ríkisvaldiđ hér á ađ vera ţrískipt? Löggjafarvald, framkvćmdavald og dómsvald, ekki satt?
Og ţetta á allt ađ virka saman. Ţannig ađ ef fulltrúi framkvćmdavaldsins fer ekki eftir reglunum sem löggjafarvaldiđ setur, ţá kemur til kasta dómsvaldsins.
Ţađ má vel vera ađ Svandís Svavarsdóttir umhverfisráđherra sé andvíg hverskonar virkjunum og vilji láta auđlindirnar ónýttar. Ţađ er hennar mál. Sjálfum finnst mér eđlilegt ađ nýta auđlindirnar í ţágu fólksins í landinu, svo fremi ţađ eyđileggi ekki landiđ í leiđinni. Oft verđur landslag heldur fallegra ţegar eitthvađ er búiđ ađ byggja í ţví, ţótt á ţví séu vitaskuld margar undantekningar.
En ég sé ekki ástćđu til ađ vera međ hamagang út í Svandísi ţótt Hćstiréttur hafi komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ henni hefđi boriđ ađ stađfesta skipulag virkjana austur í sveit. Hún var međ einhverjar efasemdir um ţađ og ţá var dómsvaldiđ látiđ komast ađ endanlegri niđurstöđu, sem sé ţeirri ađ hún hafi haft rangt fyrir sér. Ţađ er ekki bannađ.
En er ţađ ekki einmitt ţetta sem viđ viljum - ađ kerfiđ virki?
Athugasemdir
Ţađ er gott ađ ţessu sé haldiđ til haga: ţrískiptingin góđa. Ţeir sem fariđ hafa halloka í málarekstri ađ undanförnu hafa iđulega boriđ viđ hlutdrćgni dómstóla eđa ţađan af verra (pöntuđ niđurstađa frá "you know who").
Ég held ađ ţađ sé rétt ađ menn fari ađ athuga sinn gang, ţegar ráđherrar láta frá sér fara ummćli sem gefa ţađ í skyn ađ ţađ sé lofsvert ađ fara á svig viđ lögin, enda sé ţađ í ţágu umhverfisverndar. Slíka sentiment lét fjármálaráđherra frá sér fara á ţingi í dag, og má segja ađ senn sé fokiđ í flest skjól.
Flosi Kristjánsson, 14.2.2011 kl. 21:07
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.