Skinkur og skynsemi

Sjónvarp færði okkur í kvöld það besta og það versta í fréttatengdu efni.

RÚV fór firnavel af stað með þáttaröðina Hvert stefnir Ísland? Málefnalegar umræður þar sem hugmyndir eru ræddar en ekki sérhagsmunir. Þátttakendur vel að sér, spurðu og svöruðu vel, þóttust ekki vera eitthvað annað en þeir eru. Mikið skelfing var þetta góð tilbreyting!

Það versta var svo í Ísland í dag á Stöð 2 þar sem talsverðum tíma var varið til að tala við tvö stelpubimbó (yngra fólk segir mér raunar að bimbó sé úrelt, nú sé talað um skinkur) um…ja, að ég hafi skilið það – sennilega hvort það væri til nóg af flottu fólki til að koma með þeim í partí. Þetta hefur tröllriðið sumum vefjum undanfarna daga – og kemst þó þar víst ekki í hálfkvisti við það sem á gengur á Feisbúkk, þar sem ég er ekki.

Nógu vitlaust er nú hjá skinkunum að vera að þessu yfirfirrta rausi, enn verra að fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega skuli verja til þess tíma.

Hvernig stemning ætli sé fyrir skinkupartíinu í Grímsey?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur H Valdimarsson

   Skinkur eru góðar 

Erlingur H Valdimarsson, 24.2.2011 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband