Spor í rétta átt...

...hjá LÍÚ að hafa loks ljáð máls á því að taka kvótann á leigu.

...hjá Actavis að flytja úr landi. Þá detta þær ógnartölur allar út úr ríkisreikningi og bókhaldið lítur miklu betur (og réttar) út. Það er auðvitað vont að öflug fyrirtæki fari úr landi – en hér eru kostirnir fleiri.

...hjá RÚV að hafa gert tvo ágæta sjónvarpsþætti um IceSave-ólukkuna – ekki síst þegar þeir koma í kjölfar glimrandi góðs viðtals Egils Helgasonar við Lee Buchheit þar sem loks var vitsmunaleg umræða um málið.

...hjá Ögmundi Jónassyni að lofa því að nepalska stúlkan verði ekki send úr landi. En hvernig væri að einhver fjölmiðill reyndi að útskýra fyrir okkur hvaða reglur það eru um Útlendingastofnun sem virka svona öfugsnúnar? Eða á maður að trúa því að þessi stofnun sé uppfull af vondu fólki?

...hjá Jóni Gnarr borgarstjóra handan við voginn að segja eins og er: endalaust skítkast og neikvæðni eru hluti af hallærislegri og frumstæðri samræðuhefð. Við það er þessu að bæta: og skaðlegt fyrir andlegt og líkamlegt atgervi þjóðarinnar.

Svo er ástæða til að minna á vorsöngva Karlakórs Reykjavíkur sem í ár fagnar 85 ára afmæli – og hefur aldrei verið betri!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband