"Lýðræði borgar sig ekki fyrir Íslendinga"
10.4.2011 | 17:40
Joe Lynam heitir fréttaskýrandi hjá BBC. Hann segir í dag:
The Icelandic people were damned if they did and damned if they didn't. It looks as if they still couldn't stomach the idea of paying off the debts of privately owned banks - even if the revised deal was considerably more generous.
The consequences of this referendum vote is that Iceland's years in the financial wilderness could be extended much further.
Moody's and other ratings agencies look set to downgrade the country even further, making it prohibitively more expensive to borrow on the open markets.
Iceland's bid to join the EU will be paused or even vetoed by Britain and the Netherlands. And the tiny Atlantic economy is facing legal action in the EFTA court which might force it to pay up sooner than planned and at a punitive interest rate.
Democracy doesn't pay if you're an Icelander.
Nú verður maður bara að vona að Joe Lynam hafi kolrangt fyrir sér og að allt fari á besta veg. Það breytir ekki þeirri skoðun minni að betra hefði verið að segja já. En það var ekki gert og þá er að vinna úr þeim spilum sem á hendi eru.
Athugasemdir
Á hvaða hátt heldurðu að hann hafi kolrangt fyrir sér? Hann er ekki einn um það í heiminum að telja ykkur vangefna vinur ... hitt er svo annað mál, að það má svo sem deila um þetta allt saman. En bara sú staðreynd að Íslendingar eru að neita þessari skuldatuggu, á sama tíma og þeir eru að sækja um aðild að Evrópubandalaginu bendir á að þið séuð bara almennt, illa gefinn. Ég myndi skilja málið betur, ef menn væru gersamlega andvígir allri aðild að Evrópu, og norðurlöndunum yfir höfuð. Það væri þá eilítið skiljanlegt, að menn vildu ekki borga ... en að vera að stöglast á "samvinnu" á meðan menn neita að borga og taka ábyrgð ...
VÁ, segi ég bara ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 19:15
Það er um að gera Ómar að "sitera" erlenda spekinga og lesa þeirra álit núna eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, en þar sem þú "plokkar" bara einn út, geri ég það sama, hér Peter Oborne hjá The Telegraph:
"There is no need to persecute poor Iceland as a result of Darling’s half-witted decision. I hope Iceland resists this bullying by Danny Alexander, and I hope it wins in the courts. Reportedly Moody’s is threatening to downgrade Iceland’s credit rating yet further as a result of this Treasury vindictiveness. We should be ashamed of ourselves."
Svo mörg voru þau orð.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 11.4.2011 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.