Hjálpum þeim sem þurfa

Hjálparstarf kirkjunnar á hrós skilið fyrir að hafa ákveðið að taka upp nýja siði við að hjálpa þeim sem ekki hafa nóg til að bíta og brenna. Matarpokarnir sem dreift hefur verið til þeirra sem leita eftir þeim eru ósmekkleg aðferð og lítillækkandi.

Ef ég hef skilið fréttir rétt, þá mun Hjálparstarfið framvegis tryggja að þeir fái aðstoð sem hana raunverulega þurfa og geta sýnt fram á þá þörf.

Þetta hafa Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd ekki viljað gera enda eru myndir af biðröðum sjálfsagt árangursríkari til að hala inn pening og matvæli. Gallinn er hinsvegar sá að þannig getur fólk, sem ekki þarf - en vill - farið á milli og komist hjá því að sjá fyrir sér. Um það eru dæmi, því miður. 

Vonandi mun þetta framtak Hjálparstarfsins neyða þessar tvö einkafélög til að breyta vinnulagi svo að hjálpin berist þeim sem þurfa, ekki bara þeim sem vilja hirða eyri ekkjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir þetta hjá þér

Óskar Þorkelsson, 16.4.2011 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband