Hvar er amma?

1. maí  er haldinn hátíðlegur hjá okkur af sérstöku tilefni – umfram það hefðbundna. Sonardóttir okkar hún Salka á nefnilega afmæli og varð þriggja ára.

Svona mikið, sagði hún og sýndi mér með þremur fingrum. Ekki svona? spurði ég og hélt uppi tveimur. Nei, bara í gær, svaraði hún.

Afmælisveislan var á borð við sjötugsafmæli héraðshöfðingja, fullt af litlum krökkum sem öll voru kurteis og prúð og vildu frekar pizzusneið en rjómakökur. Afmælisbarnið í sínum eftirlætisgalla – eins og Solla stirða.

Salka hefur verið okkur samfelld og logandi hamingja í þessi þrjú ár. Maður hefði átt að vera byrjaður á þessu afastandi miklu fyrr!

Í hvert sinn sem við hittumst spyr Salka mig sömu spurningarinnar: Hvar er amma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Sú spurning er upp borin eingöngu til að stíða þér   Barnabörn eru það alskemmtilegasta sem fyrirfinnst   Svo til lukku með afastelpuna

Dagný, 2.5.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband