Gott hjá Össuri
3.5.2011 | 10:16
Össur Skarphéðinsson er sennilega eini stjórnmálaforinginn á Vesturlöndum sem hefur komist skammlaust frá drápinu á Osama bin Laden. Hann hefur hafnað því að gleðjast yfir slátruninni. Það er í anda þess umburðarlyndis og mannkærleika sem okkur er sagt að sé grundvöllur hins kristilega menningararfs Evrópumanna (og þar með Bandaríkja Norður Ameríku).
Mig hefur oft undrað hversu grunnt er á blóðþorsta og hefnigirni hjá fólki sem er sprottið upp úr þessum sama jarðvegi. Þetta virðist sérstaklega algengt hjá Bandaríkjamönnum sem hrópa á hefndir og blóðugar refsingar fyrir hvaðeina enda eru hvergi á byggðu bóli hlutfallslega jafn margir íbúar í tugthúsi, oft fyrir litlar sakir. Þetta sama fólk ákallar í sömu andránni sjálfan Krist þennan sem benti fólki á að bjóða fram hinn vangann í stað þess að leita hefnda. Það er einhver furðuleg þversögn í þessu.
Hefnd er ljót, fyrirgefningin er fögur.
Osama bin Laden átti sjálfsagt ekkert gott skilið en það er engu að síður ósmekklegt að halda partí til að fagna drápinu.
Gott hjá Össuri.
Athugasemdir
Já, gott hjá Össuri - en þeim mun verra hjá Ameríkönum sem drápu manninn með köldu blóði. Nú hefur nefnilega komið í ljós að bin Laden var óvopnaður gegn þungvopnuðu liði amerískra hermanna. Í stríði er bannað að drepa óvopnað fólk. Það er því níðingsverk, sama hver í hlut á, og út í hött af Bandaríkjastjórn að tala um að "réttlæti" hafi verið fullnægt. Þeir eru ekkert betri en hann.
Ómar Valdimarsson, 3.5.2011 kl. 22:20
Það voru líka börn sem voru aðsjáandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2011 kl. 22:41
En ef augnaráð gætu drepið, þá væru allir sérsveitarmennirnir dauðir. Er það ekki næg ástæða?
"If looks could kill, it would've been us instead of him" (Beatles)
Che, 3.5.2011 kl. 22:44
ég heyrði í útvarpinu hér í noegi í morgun að amerikananar aðhyllast hefnd gamla testamentisins á meðan evrópubúðar aðhyllast mildi nýja testamentisins.. mér persónulega finnst kanar líkjast talibönum mest :)
Óskar Þorkelsson, 4.5.2011 kl. 10:12
"... mér persónulega finnst kanar líkjast talibönum mest :)"
Mér finnst íslenzkir femínistar líkjast talibönum mest.
Che, 4.5.2011 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.