Aulalegra verđur ţađ ekki

Ţađ má vel vera ađ fréttastofa RÚV (sem áđur hét Ríkisútvarpiđ) hafi sullumbullađ í frétt af Landsbankanum og Guđmundi Kristjánssyni kvótagreifa í Vestmannaeyjum (http://www.ruv.is/frett/heldur-hlut-sinum-i-vinnslustodinni).  Ţađ vćri ţá ekki í fyrsta sinn sem frétt er klúđrađ, hvorki á RÚV né annars stađar.

En Landsbankinn kemur samt hálfu bjánalegar frá málinu međ ţví ađ gefa út yfirlýsingu um ađ öll fréttin hafi veriđ tóm vitleysa – en tilkynna jafnframt ađ hann muni ekki upplýsa hiđ sanna í málinu og ber fyrir sig bankaleyndinni (sbr. ţetta:  http://mbl.is/frettir/innlent/2011/07/01/alvarlegar_athugasemdir/).  

Aulalegra getur ţađ varla orđiđ.

Nú ţarf tvennt ađ gerast: Fréttastofa RÚV ţarf ađ fara aftur yfir fréttina og komast ađ hinu sanna (sé eitthvađ ađ marka leyniyfirlýsingu Landsbankans), og Guđmundur kvótagreifi ţarf ađ stíga fram og útskýra hvernig á ţví stendur ađ hann hefur fengiđ afskrifađa milljarđa króna en heldur samt fyrirtćkinu sem hann steypti í allar skuldirnar.

Hiđ ţriđja sem ţarf ađ gerast er ađ Landsbankinn lćri ađ skammast sín.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband