Aulalegra verđur ţađ ekki
2.7.2011 | 00:58
Ţađ má vel vera ađ fréttastofa RÚV (sem áđur hét Ríkisútvarpiđ) hafi sullumbullađ í frétt af Landsbankanum og Guđmundi Kristjánssyni kvótagreifa í Vestmannaeyjum (http://www.ruv.is/frett/heldur-hlut-sinum-i-vinnslustodinni). Ţađ vćri ţá ekki í fyrsta sinn sem frétt er klúđrađ, hvorki á RÚV né annars stađar.
En Landsbankinn kemur samt hálfu bjánalegar frá málinu međ ţví ađ gefa út yfirlýsingu um ađ öll fréttin hafi veriđ tóm vitleysa en tilkynna jafnframt ađ hann muni ekki upplýsa hiđ sanna í málinu og ber fyrir sig bankaleyndinni (sbr. ţetta: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/07/01/alvarlegar_athugasemdir/).
Aulalegra getur ţađ varla orđiđ.
Nú ţarf tvennt ađ gerast: Fréttastofa RÚV ţarf ađ fara aftur yfir fréttina og komast ađ hinu sanna (sé eitthvađ ađ marka leyniyfirlýsingu Landsbankans), og Guđmundur kvótagreifi ţarf ađ stíga fram og útskýra hvernig á ţví stendur ađ hann hefur fengiđ afskrifađa milljarđa króna en heldur samt fyrirtćkinu sem hann steypti í allar skuldirnar.
Hiđ ţriđja sem ţarf ađ gerast er ađ Landsbankinn lćri ađ skammast sín.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.