Aulalegra verður það ekki
2.7.2011 | 00:58
Það má vel vera að fréttastofa RÚV (sem áður hét Ríkisútvarpið) hafi sullumbullað í frétt af Landsbankanum og Guðmundi Kristjánssyni kvótagreifa í Vestmannaeyjum (http://www.ruv.is/frett/heldur-hlut-sinum-i-vinnslustodinni). Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem frétt er klúðrað, hvorki á RÚV né annars staðar.
En Landsbankinn kemur samt hálfu bjánalegar frá málinu með því að gefa út yfirlýsingu um að öll fréttin hafi verið tóm vitleysa en tilkynna jafnframt að hann muni ekki upplýsa hið sanna í málinu og ber fyrir sig bankaleyndinni (sbr. þetta: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/07/01/alvarlegar_athugasemdir/).
Aulalegra getur það varla orðið.
Nú þarf tvennt að gerast: Fréttastofa RÚV þarf að fara aftur yfir fréttina og komast að hinu sanna (sé eitthvað að marka leyniyfirlýsingu Landsbankans), og Guðmundur kvótagreifi þarf að stíga fram og útskýra hvernig á því stendur að hann hefur fengið afskrifaða milljarða króna en heldur samt fyrirtækinu sem hann steypti í allar skuldirnar.
Hið þriðja sem þarf að gerast er að Landsbankinn læri að skammast sín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.