Auðvitað undanþágur!
4.7.2011 | 13:01
Það er náttúrlega svívirðilegt að utanríkisráðherrann haldi því fram að ef til vill þurfi Íslendingar ekki undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB!
Auðvitað eigum við að fá undanþágu! Við erum hetjur af norrænu konungakyni og eigum því guðlega heimtingu á að fá undanþágur frá öllum reglum sem gilda um aðrar og ómerkilegri þjóðir, hvort sem við þurfum á þeim að halda eða ekki.
Og þótt við þurfum ekki undanþágu vegna fiskveiða okkar þá væri engu að síður rétt að banna öllum öðrum þjóðum að veiða fisk í öðrum höfum. Við erum langflottust og eigum því að hafa einkarétt á fiskveiðum.
Um leið ættum við að fá undanþágu frá reglum ESB um spillingu, landbúnað, skólagöngu, lýðræðislega stjórnarhætti, veðurfar og allt hitt.
Athugasemdir
Þú gleymir að minnast á undanþágu frá Neytendalögum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 15:15
Ég vona að þessi færsla sé hugsuð sem létt grín. Sé hún það ekki lýsir hún hættulegu skilningsleysi á alvöru málsins.
Samningur um sjávarútveg er stórmál sem varðar hag og afkomu þjóðarinnar til frambúðar. Það er ekki sæmandi að maður - sem kominn er svona vel yfir fermingu - afgreiði það með útúrsnúningum og asnaskap.
Haraldur Hansson, 4.7.2011 kl. 17:41
Ómar, því má ekki gleyma að það eru aðeins ESB sinnar sem vonast eftir undanþágum.
Við hin sem viljum yfirhöfuð ekki gerast aðilar að ESB höfum aldrei farið fram á neinar undanþágur.
Kolbrún Hilmars, 4.7.2011 kl. 18:40
Nei, Haraldur, ekki létt grín - stólpagrín! Það hefur lengi verið ljóst þeim sem það vilja vita að ESB getur engar kröfur gert um aðgang að fiskimiðum við Ísland - þess eigin reglur eru þannig. Það sem mér finnst skrípalegt í þessu er að menn rjúki upp til handa og fóta þegar utanríkisráðherra bendir á þessa staðreynd - enda virðist það allt að trúaratriði fyrir marga að halda því fram að miðin fyllist af útlendum togurum. Slíkt fólk þolir auðvitað ekki að heyra neitt annað.
Ómar Valdimarsson, 4.7.2011 kl. 18:42
Undanþáguþjóðin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2011 kl. 23:31
Já, undanþáguþjóðin. Ég held að fáir skilji þetta.
Ef þjóð þarf undanþágur og sérsamninga, þá er hún ekki þjóð með mönnum, eða?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 23:49
Þær kröfur sem fram koma í samningsmarkmiðum Alþingis (og þú og Stefán ættuð kannski að kíkja á) varða fleira en aðgang að fiskimiðum við Ísland. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika dugir aldrei til að mæta þeim.
Það er óneitanlega sérstakt að á sama tíma og Össur reynir að gera lítið úr eigin klúðri skuli bloggarar verja það. Núna talar hann um að það þurfi bara sérlausnir en ekki undanþágur.
Sérlausnir ganga einmitt út á undanþágur frá meginreglum sambandsins. Það er svona eins og að bjóða upp á rútu í staðinn fyrir langferðabíl.
Haraldur Hansson, 5.7.2011 kl. 00:53
Eru ekki islsenskt fyrirtæki að leggja undir sig ESB?
Það er líklega í lagi ef íslensk fyrirtæki gera það, en alls ekki að leyfa erlendum fyritækjum að koma til Íslands.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 01:15
,,Ef þjóð þarf undanþágur og sérsamninga, þá er hún ekki þjóð með mönnum, eða?"
það er ekki alveg klippt og skorið. Alltaf möguleiki að líta til nefndra atriða eftir atvikum.
það er samt þannig að það ,,að island eigi að fá undanþágu" og þá bara frá hinu og þessu - er dáldið ríkjandi meðal fólks hérna. Maðr tekur alveg eftir því. Og þá yfirleitt höfðað til sérstöðu. Ap allt annað gildi um Ísland en önnur lönd á jarðarkringlunni.
Nú, þetta á sér alveg æfaforna sögu. Td. voru samskipti ráðamanna á Íslandi við Danakonung mikið þannig, að þeir voru alltaf að senda honum bréf kallgreyjinu og værla og skæla út einhverjar undanþágur fyrir aðalinn í landinu. Og þá fylgdi með hve landið væri fátækt, hrjáð og fámennt og bla bla bla. Alveg gegnumgangandi. Og þeir fengu yfirleitt sínu framgengt fyrir rest. Með væli og skæli. þannig að þetta er þjóðlegt, má segja.
Nú, í þessu umrædda tilfelli, sjávarútvegur, EU laga og regluverk, aðild Íslands þar að og umræða þar um - þá þarf fyrst að koma sér saman um hvað hvert og eitt orð þýðir. Hvað þýðir ,,undanþága" í þessu samhengi og hvað ,,sérlausn". Ef menn eru með mismunandi skilning á nefndum orðum - þá fer umræðan bara útum víðan völl.
Eg legg sem dæmi þann skilning í ,,undanþágu" í þessu samhengi, að þá sé verið að tala um undanþágu frá EU acquis varðandi sjávardæmi. Málið er að það er einfaldlega engin ástæða til þess. Vegna þess að Íland er þegar með öll þau atriði inní sinni sjávarstefnu og acquis atriðin eru þar að auki talin í dag nauðsynleg og í takt við nútímakröfur stjórnunar á veiðum og umgangi sjávar o.s.frv.
það er ákveðinn rammi (acquis)og svo má alltaf hugsa sér ákveðnar varíasjónir innan hans.
það er svona sem á að hugsa þetta og tala útfrá.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2011 kl. 09:37
Ps. hinsvegar veit maður alveg og sér strax að antí-eu arar eru bara að nota þetta í própagandaskyni. það skiptir engu hvernig mál eru. það sem skiptir máli hjá þeim er: Hvernig er hægt að nota þetta og hitt í propaganda.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2011 kl. 09:38
Og ps.ps. þegar að Össur er að segja að þurfi ekki undanþágu heldur sérlausn etc. þá er hann, að mínu mati, alveg að nálgast þetta rétt. Annað væri líka skrítið ef Utnríkisráðherra áttaði sig ekki á þessum grunnfaktor.
Td. þegar finnar fengu sérlausn fyrir landbúnað - að þá var það ekki undanþága. það var sérlausn. Heilarrammi EU laga og reluverks var notuð og sniðin inní hann sérlausn.
það er þetta sem Össur er að segja og hefur alla tíð sagt. þ.e. að heildarrammi EU lagaog regluverks þessu viðvíkjandi gefi grunn undir ákv. sérlausn á þessu blessaða sjávardæmi hérna.
þetta er örugglega ekkert sem Össur persónulega og prívat er að finna upp, heldur í samráði við helstu sérfræðinga þessu viðvíkjandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2011 kl. 09:50
Edit: ,,Td. þegar finnar fengu sína útfærslu fyrir landbúnað - að þá var það ekki undanþága. það var sérlausn. Heilarrammi EU laga og regluverks var notaður og sniðin inn í hann sérlausn."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2011 kl. 09:51
Auðvita þurfum við NEI sinnar engar undanþágur frá sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB enda kemur þar skýrt fram að þetta er sameiginleg auðlind sambandsins. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur ekkert lagalegt gildi í sjálfum sáttmálanum og er því ekki pappírsins virði.
Það er aðeins konungborið fólk úr Brussel-hverfinu í Reykjavík sem þarf undanþágur til að telja fólki trú um að við höfum eitthvað um þessa sameiginlegu auðlind ESB að segja til að tryggja væntanlega innlimun í ESB og ná því takmarki að verða Evrópskur ríkisborgari og geta hlustað á "Ode to Joy" með hönd á hjarta. Því hefur verið haldið fram af JÁ sinnum að hagsmunir okkar af fiskveiðum séu hvort sem er hverfandi og þetta sé hvort sem er allt í höndum LÍÚ-mafíunar og því auð fórnað fyrir tilvonandi pappírs tígra sem við munum senda í kippum til Brussel í yfirvofandi ESB útrás.
Eggert Sigurbergsson, 5.7.2011 kl. 12:16
Nuuú, það hefur nú verið eitt helsta upplegg ykkar atvinnu antí-eu ara að það væri eigi hægt að ísland gjörðist aðili að sambandi fullvalda lýðisríkja evrópu - að ekki væri hæægt að fá ,,undanþágu" frá CFP. þessu stögluðust þið á árum og áratugum saman - án þess að hafa hugmynd um hvað það þýddi náttúrulega því sem kunnugt er er þekking atvinnu antí-Eu ara á viðkomandi efni engin og skilningur zero. Allt sem þeir tala er eihvað blaður og própagandavitleysa.
Grunnur CFP er bara vissar reglurog prinsipp sem höfð eru í heiðri varðandi nýtingu sjávarstofna. Ísland hefur í raun sömu prinsipp vað það varðar. þessvegna meikar engan sens að ísland þurfi einhverja fokking ,,undanþágu" þar. Og undanþágu frá hverju þá? Undanþágu frá sjálfum sér eða?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2011 kl. 13:23
Gott stólpagrín Ómar - HA HA HA
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2011 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.