Eins gott að það var ekki Iceland Express

Mikið var nú gott að það var Vegagerðin sem var sett í að setja nýja brú á Múlakvísl. Þetta er greinilega hörku fyrirtæki með hörku menn. Það er nefnilega rétt hjá Ögmundi Jónassyni að Vegagerðin vann mikið afrek þarna á sandinum.

Skömm æsingafólks úr ferðabransanum er enn meiri en en áður.

Ég vona bara að þeir Ögmundur og Össur hafi haft þá fyrirhyggju að taka méð sér ölkassa handa mönnunum sem smíðuðu brúna daga og nætur – en gosdrykki handa þeim úr hópnum sem það kjósa frekar.

Jamm, það var gott að þetta var Vegagerðin en ekki Iceland Express!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Number Seven

Vegagerðin girti upp um sig buxurnar og setti tvo brúarvinnuflokka í verkið í stað þess að dunda með einn eins og 2-3 vikna planið miðaði við.  Það var utanaðkomandi þrýstingur sem kom því í gegn og að sjálfsögðu auka fjárframlög.  Ekki að ég sé að gera á nokkurn hátt lítið úr þeim aðilum sem voru að vinna að brúnni og öðrum þeim sem komu að selflutningum, hjálparsveitarmönnum og öðrum þeim sem aðstoðuðu ferðamenn við erfið vöð á Fjallabaksleið.

 Eina skömmin sem ég get bent á í tengslum við múlakvísl er blaður bloggara og þeirra vitleysa sem sjaldnast stenst nokkra skoðun.  Til að mynda færi ég ekki upp í flugvél ef að tæki á móti mér "flugfreyja" með hjálm og Flugstjórinn ávarpaði farþega með "Góðan daginn - þetta er verkstjórinn sem talar.  Hefur einhver fundið hamarinn minn?  Gæti verið ég hafi týnt honum á klósettinu."   Það er svona álýka líklegt að það gerðist eins og Iceland Express kæmi að brúarsmíð yfir Múlavísl.

 Einnig virðist sem flestir séu fljótir að gleyma hverjir eiga að tryggja Vestmanneyingum öruggan ferðamáta milli lands og eyja.  Jafnvel þó vegagerðin hafi reynt að klýna  því á Eimskip um tíma.  

Number Seven, 17.7.2011 kl. 12:32

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ég hef búið mér til einfalda reglu. Koma fram undir nafni. Það verða gestir mínir á blogginu líka að gera, annars loka ég á þá. Og nú loka ég á Number Seven sem er nafnlaus.

Ómar Valdimarsson, 17.7.2011 kl. 14:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrri "linkur" var ekki nákvæmur, hér sá kórrétti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband