Snilligáfa

Fyrir nokkrum dögum sáum við breskan sjónvarpsþátt um sellóleikarann Jacqueline du Pré sem lést allt of ung.

Þegar hún spilaði varð hún eitt með hljóðfærinu og músíkinni og þar sem maður sat dolfallinn og hlustaði varð þetta allt að einu litrófi. Þegar Jacqueline du Pré spilaði var hægt að sjá músík.

Þetta upplifðum við aftur í kvöld á afmæliskonsert Björgvins Gíslasonar í Austurbæjarbíói. Þar fór gítarhetja Íslands fór á kostum í tvo tíma með einvala liði meðspilara. Þegar Björgvin er í stuði, eins og hann var í kvöld, rennur hann saman við hljóðfærið og músíkina og allt verður ein órjúfanleg heild í milljón litum. 

Það eru mörg ár síðan ég hef verið á konsert þar sem þessi upplifun tekur öll völd. Það þarf mikinn listamann og stóran persónuleika - snilligáfu - til að gera þetta eins og afmælisbarnið gerði í kvöld – og fullur salur þakkaði fyrir sig með því að rísa spontant á fætur og syngja honum afmælissönginn fullum hálsi.

Ó, þvílíkt kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er hún, fyrir þá sem vilja sjá og heyra.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2011 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband