Samsæri andskotans

Það eru vondar fréttir sem berast af DV – að blaðið hafi svikist um að borga opinber gjöld, þar með talda staðgreiðslu starfsmanna sinna, uppá tugi milljóna. DV sjálft myndi sjálfsagt kalla slíka framkomu annarra fyrirtækja þjófnað.

Þetta eru ekki síst vondar fréttir vegna þess að það er þörf fyrir DV. Blaðið hefur að mörgu leyti staðið sig afar vel í flutningi frétta af þeim sem stjórnuðu (og stjórna að talsverðu leyti enn) efnahagslífinu á Íslandi. DV er hinsvegar einnig með sérkennilega og lágkúrulega áráttu sem lýsir sér í rætnu slúðri um nafngreint fólk og endalausum fréttum af einhverju „frægu“ fólki sem hefur í fæstum tilvikum unnið sér annað til frægðar en að vera bjánar. Og orðrétt birting barnaníðsdóms í helgarblaðinu núna er hæpin smekkvísi.

Einvers staðar sá ég haft eftir forsvarsmönnum DV að ein meginskýringin á því að blaðið skuldaði mikla peninga væri sú, að miklu meira fé hefði þurft að verja i lögfræðikostnað en ætlað hafði verið. Það má vel vera rétt – en það eru þá jafnvel enn verri tíðindi en þau að skattgreiðslur starfsmanna séu notaðar í reksturinn.

Þetta eru alvarlegri fréttir en manni kann að virðast við fyrstu sýn: raunar stórhættulegar lýðræðinu og opinni samfélagsumræðu. Útrásarvíkingarnir og þeirra hyski hika nefnilega ekki við að draga DV fyrir dómstóla í tíma og ótíma; þeir eiga nógan pening og munar ekkert um að henda einhverjum milljónum í að drepa DV – í nafni siðbótar og réttlætis. Svei því samsæri andskotans!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála Ómar, DV menn eru komnir í svipaða stöðu og þeir sem þeir fjölluðu um lengstum, en ég vona samt að þeir komist í gegn um þessa krísu, þar sem  að þeir veita ákveðið aðhald.

Guðmundur Júlíusson, 24.9.2011 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband