Misheppnuð endurnýjun Alþingis

Menn eru að tala um nauðsyn þess að endurnýja á Alþingi. Ég segi eins og seiðkerlingin í sögunni af námum Salómóns konungs: Ah, ég hef séð það áður.

Það eru ekki nema rúm tvö ár síðan mikil endurnýjun varð í þingmannaliðinu (þriðjungur nýr, ef ég man rétt) en það sorglega er að sú endurnýjun hefur að mestu reynst misheppnuð. Mig grunar að allt að helmingur þingmanna ætti að vera í annarri vinnu. Vandræðalega margir nýju þingmannanna eiga ekkert erindi á þing, hafa hvorki vitsmuni né félagsþroska í djobbið. Þetta á við um fólk í öllum flokkum – en jafnframt eru aðrir sem eru augljóslega áætlega hæfir til starfans.

Augljósust mistökin má sjá í því sem ágætur þingmaður kallar „hálftíma hálfvitanna“ þar sem nokkur skrækihænsn verða sér og löggjafarþinginu jafnan til skammar. En svo eru ýmsir fleiri sem kunna ekki vinnubrögðin og hafa ekki áhuga á að læra þau.

Vinkona mín ein, sem þekkir vel til í pólitíkinni, er hissa á því að ég skuli vera hissa á þessu. Við hverju er að búast þegar sópað er inn óreyndum frambjóðendum kortéri fyrir prófkjör? segir hún.

Félagsmálastarf getur verið vandasamt – og það þarf að læra. Best væri náttúrlega að læra grundvallaratriðin áður en menn setjast á þing. Rétt að muna það áður en kosið verður næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, er ekki aðalvandamálið að framboð til alþingis er orðið miklu meira sölumennska og þá kannski einhverjir hagsmuna aðilar að sponsora fólk til framboðs frekar en að það séu mannkostir hæfni og þekking frambjóðenda sem ráði? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 08:35

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hárrétt Kristján.

Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 12:50

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Alveg rétt. En niðurstaðan verður sú sama: við sitjum uppi með lakara þing en við höfum svo ríka þörf fyrir í augnablikinu. Lýðskrumararnir hafa frjálsar hendur um að koma illu af stað og alls konar della veður uppi.

Ómar Valdimarsson, 1.10.2011 kl. 00:05

4 Smámynd: Njörður Helgason

Endurnýjunin á Alðingi þótti mér illa heppnuð. Inn komu fulltrúar mörg með litla reynslu til að standa í argaþrasi stjórnmálanna. Síðan sátu allt of margir þingmenn áfram sem ekkert erindi áttu aftur á Alþingi.

Fólk sem var í stafni hrunsins. Það eru allt of margir á Alþingi í dag sem eiga ekki að vera. Og eiga að gera eitthvað allt annað en að vera þar.

Njörður Helgason, 8.10.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband