Tímasetning lögreglumanns
26.2.2012 | 23:50
Ef það er rétt hjá Geir Jóni Þórissyni löggu að þingmaður eða þingmenn hafi stjórnað því sem kallað var árás á Alþingi í ársbyrjun 2009, þá þarf náttúrlega að upplýsa hver eða hverjir voru þar að verki. Í hverju fólst þessi stjórn og hvernig var við henni brugðist?
Um leið þarf náttúrlega að leiða í ljós raunverulega ástæðu þess að Geir Jón er núna fyrst að segja þessa sögu og ef ég tók rétt eftir Sjónvarpsfréttum í kvöld lét hann einnig hafa eftir sér að á sínum tíma hefði verið ákveðið að hafast ekki frekar að. Hver ákvað það, hvenær og hvers vegna?
Eins og margir aðrir dáðist ég oft að Geir Jóni fyrir stillingu og prúðmennsku í störfum. En mér finnst þessi tímasetning hans sérkennileg. Er hægt að ætla svona prúðum manni svo misjafnt að frásögnin sé innlegg í kosningabaráttu um varaformannssæti í Sjálfstæðisflokknum?
Skoðun á þessu máli sem nú hlýtur að fara fram hlýtur að leiða það í ljós. Nei, verður að leiða það í ljós.
Athugasemdir
þetta er ekki kosningabarátta hjá Geir Jóni hann er heiðarlegri en það..
Vilhjálmur Stefánsson, 27.2.2012 kl. 00:03
Hvernig gangast þetta í kosningabaráttunni? Er þetta eitthvað sem er líklegt til að fá harðkjarna Sjálfstæðismenn til að kjósa hann?
Hann er hins vegar fenginn í þetta viðtal vegna þess að hann er í framboði og svo er hann spurður. Hann svarar eins og honum er einum lagið, heiðarlega.
TómasHa, 27.2.2012 kl. 00:11
Já ekki efa ég um heiðanleika jóns geirs svo er á kristal tæru en eingin innan ríkisstjórnarinnar er heiðanlegur og það er einnig á kristal tæru
Jón Sveinsson, 27.2.2012 kl. 00:54
Mér skilst að það sé í varavara formannssæti?
það var kosið í nóvember um formann og varaformann - Núverandi formaður flokksins er Bjarni Benediktsson og núverandi varaformaður er Ólöf Nordal. Það hefði verið flott hefði Hanna Birna verið kosin sem formaður en ekki Bjarni Vafningur.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2012 kl. 01:23
Þetta er eldfimt mál eins og berlega hefur komið í ljós. Sjálfstæðismenn eru nú lítið hrifnir af að hafa menn með kveikjara og bensínbrúsa í forystunni, held ég. Líklegra er að þetta komi fram núna einfaldlega vegna þess að hann mun vera að vinna skýrslu um þetta og málið barst í tal í viðtali. En mig grunar að hann byggi þetta á traustum grunni, annars hefði hann tæpast talað um það.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2012 kl. 09:19
Sérkennilegt hvað þetta pirrar vinstri menn. Það skildi þó ekki vera einnhver fótur fyrir þessu.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2012 kl. 21:06
Ómar þú segir að það þurfi að upplýsa hvaða þingmenn voru að verki.Eru ekki bara Steingrímur og Álfheiður búin að upplýsa það sjálf? Allavega tóku þau þetta til sín.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.2.2012 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.