Dýrkun hrottanna

Allt er breytingum undirorpið - líka lögin og framkvæmd þeirra. Nú er komið á daginn að gæsluvarðhaldsfangar - fólk sem á að vera í einangrun svo það geti ekki haft samband út og suður - má veita blaðaviðtöl, sbr. þetta sem DV segir frá í dag. 

Veit ríkislögreglustjórinn af þessu? Eða lögreglustjórnn á höfuðborgarsvæðinu? Eða sjálfur dómsmálaráðherrann?

Kannski má þetta núorðið. Hvað veit ég?

Hitt þykist ég vita að það getur ekki verið heilsubætandi að fjalla um hættulega ofbeldismenn, sem nú eiga að vera í einangrun, eins og þeir séu einhverjar hetjur. DV hefur dálítið verið að gera að því - eða er ég eini maðurinn sem hefur hikstað yfir glaðbeittum fermingardrengjamyndum af hrottum á borð við Jón "stóra", Annþór handrukkara og fleiri?

Það er ekki skrítið að það fjölgi stöðugt í þessum óþverragengjum. Ekki nóg með að þar fái ungir bjánar útrás fyrir ofbeldisþörf sína, þeir geta líka orðið frægir í DV!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekki rétt að gæsluvarðhaldsfangar eigi að vera í einangrun, nema í einstaka tilfellum og þá aðeins í mjög skamman tíma, en einangrunarfangelsun er mjög hættuleg og sérlega alvarlegt að beita slíku á fólk sem ekki hefur verið dæmt fyrir neitt.

Hvað varðar aðgengi að fjölmiðlum að þá eru það mikilvæg mannréttindi. Sérstaklega þegar kemur að því að verja fólk fyrir lögregluofbeldi er aðgengi fjölmiðla mikilvægt.

Það má vera að þú hafir aldrei þurft á því að halda að vera varinn fyrir ofbeldisfullu íslensku ríkisvaldi en það erum við talsvert stór hópur sem höfum þurft og munum ekki gefa eftir réttindi fanga til að hafa aðgang að fjölmiðlum.

Héðinn Björnsson, 23.3.2012 kl. 18:29

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Nú hef ég borið þetta undir lögfræðilegan ráðgjafa minn og...þetta er rétt hjá Héðni. Gæsluvarðhald þarf ekki að þýða einangrun. Það leiðréttist hér með - en breytir í sjálfu sér engu um færsluna mína hér að ofan.

Ómar Valdimarsson, 23.3.2012 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband