Þjóðin...
29.3.2012 | 00:49
Tvennt:
Ég held að það sé góð hugmynd að viðhafa þjóðaratkvæði um stjórnarskrárdrögin - vegna þess að þau eru skjöl í vinnslu, eins og Birgir Ármannsson orðar það. Einmitt þá: því skyldi ekki þjóðin sjálf hafa eitthvað um þetta ferli að segja? Ekki hefur þinginu tekist að koma þessu máli áfram - fyrr en kannski núna.
Og svo hitt: ekki er ég alveg sáttur við þá kröfu LÍÚ að við lagfæringar á kvótakerfinu eigi að hafa hagsmuni greinarinnar í fyrirrúmi. Er þetta ekki einhver misskilningur? Eiga ekki hagsmunir þjóðarinnar að koma fyrst? Eða eigum við ekki fiskinn í sjónum öll saman? Auðvitað á að taka tillit til hagsmuna greinarinnar en hún á ekki að ráða för.
Athugasemdir
Er ekki eðlilegra að láta Capacent Gallup sjá um skoðanakannanir og halda þjóðaratkvæðum fyrir mikilvægari mál?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2012 kl. 05:51
Sammála þér Ómar í báðum atriðum. Því hvað er mikilvægara en ný stjórnarskrá? Reyndar væri góð hugmynd að leyfa þjóðinni að kjósa um kvótakerið líka.
Margrét Sigurðardóttir, 29.3.2012 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.