Auglýsingaherferð og lygasögur

Ég hef á tilfinningunni að það sé verið að narra okkur. Fyrir nokkrum mánuðum fóru að berast af því fréttir að talið væri að íslensk kona hefði verið drepin í USA fyrir nokkrum áratugum. Þetta var í blöðum og sjónvarpi og allt heldur óhugnanlegt. Svo komu fyrir tveimur vikum eða svo fréttir af því að sennilega hefði þessi kona ekki verið drepin heldur flutt sig á milli ríkja, gifst aftur og lifað hamingjusöm til æviloka.

Nú dúkkar allt í einu upp umfjöllun í Kastljósi með viðtali við stjúpdóttur konunnar sem hefur skrifað bók um allt saman og þekkir söguna frá upphafi til enda. Hún vissi alla tíð að ekkert morð hafði verið framið. Og svo sá maður ekki betur í Kastljósi en að bókin væri til í íslenskri útgáfu.

Hér hefur einhver slyngur útgefandi fengið fjölmiðla í lið með sér við að búa til mikið – og væntanlega ókeypis – söluátak.

Hvers vegna fær maður ekki söguna alla? Hver bjó til þessa atburðarás og hvers vegna létu útvarp, sjónvarp, Stöð 2, DV, Mogginn og einhverjir fleiri fara svona með sig? Og fara svona með okkur sem enn gerum okkur vonir um að fjölmiðlar séu ekki auglýsingastofur?

Ekki að undra að útgefandinn vísi hróðugur í alla fjölmiðlaumfjöllunina í auglýsingum sínum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

segðu....hef verið að undra mig yfir slíkum fréttafluttningi.

ásamt ...

" Er engin metnaður á RÚV?
Er þetta löglegt?

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/31082012/steinunn-a-sjounda-faer-legstein

Ég sendi krikjugörðum Reykjavíkur þetta erindi í vikunni. (gardur.is)
>
>
> "Vegna sögufölsunnar Kr. Egilssonar í fjölmiðlum nýlega.
>
>
> (sjá m.a. http://vestur.is/skoda/2601/ )
>
> Það sem haft er eftir Kr. í fjölmiðlum, um "„Ég fór að kynna mér þetta mál
> fyrir ekkert mjög löngu. Mér hefur alltaf þótt það furðulegt hvers vegna það
> var ekki komin grafskrift yfir leiði Steinunnar í Suðurgötukirkjugarði."
>
> Þetta eru hreinber ósannindi. Eins og starfsmenn garðsins vita, þá hefur
> verið
> þar kross í yfir 20 ár, en hann settum við Eyja frænka ásamt nákomnum
> ættingjum
> Steinunnar. Mamma er eini íslendingurinn á lífi í dag sem á Steinunni (og
> reyndar Bjarna líka) sem langalangforeldri. Við fengum leyfi (munnlegt) frá
> starfsmönnum Hólavallargarðs til að setja upp krossinn og jarðsyngja hana, en
> þeir voru afar hjálplegir við að finna staðsetninguna.
>
> (sjá http://www.ruv.is/frett/leidi-steinunnar-fra-sjounda)
>
> Það er harmleikur að gera þetta að fréttamáli, um einn mann og sárgrátlegt
> minningu Steinunnar, sem hefur verið hljóð og falleg, síðan við frænkur
> settum
> upp krossinn.
>
> Ég vil formlega mótmæla þessum gerningi Kristins Egilssonar frá Hnjóti, sem
> einn af fáum náskildum ættingjum Steinunnar.
> Með tilvísun í lög um friðhelgi grafreita, er svona sögufölsun og sóðaleg
> uppákoma eins manns algerlega siðlaust.
>
> http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993036.html
>
> Ég hef bæði mótmælt formlega við Minjasafnið á Hnjóti og til Sólveigar
> Ólafsdóttur, sagnfræðings.
>
BIÐ UM NAFNLEYSI

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.9.2012 kl. 00:33

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég man ekki betur en að allmargir hafi verið fésbókarvinur hinnar myrtu Rögnu Estherar Sigurðardóttur. Var það ekki Anna?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.9.2012 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband