Með stjórnmálaflokkana í eftirdragi

Evran hefur numið land á Íslandi og er komin til að vera. Fyrirtæki og einstaklingar vilja í vaxandi mæli nota evru sem gjaldmiðil og gera það hvað sem ríkisvaldið og stofnanir þess segja. Það er ábyggilega ágætt - þeir sem geta verslað í evrum eru betur settir en þeir sem eru bundir við íslenska krónu. Evran kostaði í gær 127 krónur en 138 krónur í dag.

Það kostulega er að þetta hefur gerst á meðan stjórnvöld í landinu hafa lengst af neitað að ræða málið. Umræðan hefur engu að síður farið af stað meðal almennings og samtaka þeirra - sem dragnast nú með flokkana á eftir sér eins og draugatrossu.

Er það ekki eitthvað undarlegt og öfugsnúið? Flokkarnir gefa sig beinlínis út fyrir það að leiða þjóðina áfram til betri vegar. Tölum við ekki um stjórnmálaleiðtoga? Felst ekki í orðinu að þeir eigi að 'toga' okkur áfram, eins og Jón Kjartansson verkalýðsforingi í Eyjum sagði einhverntíma?

Annars er þetta kannski allt í lagi. Þjóðin finnur sína leið til að taka þátt í umheiminum og dregur flokkana með sér, hvort sem þeir vilja eða ekki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband