PR klúður

Ríkisvaldið er að falla á prófinu þegar kemur að samskiptum við almenning í yfirstandandi krísu. Forsætisráðherrann talar í gátum og ber ekki saman við viðskiptaráðherrann. Aðrir ráðherrar eru á hlaupum.

Þeir eru sjálfsagt í mjög vondri stöðu, eru að reyna að leysa stórkostleg vandamál og fá sjálfsagt fleiri nei en já hjá öflugum fjármálastofnunum úti í heimi. Og á meðan svo er þykir þeim ábyggilega betra að segja ekkert.

En því miður eiga þeir ekki kost á því. Þeir verða hreinlega að setja saman einhverjar línur sem segja eitthvað eða útskýra á einfaldan hátt um hvað allar þessar viðræður snúast og hvert er verið að stefna. Framkoman sem við höfum séð um helgina, og hefur haldið áfram í morgun, gerir ekki annað en að auka á óvissuna og angist fólksins í landinu. Hún lagar sjálfsagt ekki stöðuna mikið heldur. Þetta er PR klúður af verstu sort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Maðurinn er óhæfur með öllu í þetta starf. Burt með hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband