Hinn nýi tsar

Það bjargaðist fyrir horn. Um það bil sem spennan var að verða óþolandi var þing kallað saman, forsætisráðherrann ávarpaði þjóðina og svo hefur þingið samþykkt lögin - lög sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu ekki átt minnsta séns, svo mikið vald er fært Fjármálaeftirlitinu. Jónas Fr. Jónsson er nú hinn nýi 'tsar' og fer með meiri völd en áður hafa verið færð einum manni á þessu landi.

Geir Haarde stóð sig vel í stykkinu þegar loks kom að því - og það var aðdáunarvert að sjá til hans á blaðamannafundi í Alþingishúsinu undir kvöld þegar hann skipti á milli tungumála eins og að drekka vatn. En hann ætti samt ekki að láta PR slys helgarinnar endurtaka sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband