Skökk ákvörðun leiðrétt
12.10.2008 | 21:34
At síðustu daga hefur óhjákvæmilega leitt til þess að yfirvöld hafa stundum sagt og gert of mikið - eða of lítið. Eða tekið skakka ákvörðun.
Það var til dæmis áreiðanlega skökk ákvörðun hjá Björgvin Sigurðssyni að gera aðstoðarmann sinn, Jón Þór Sturluson, að formanni 'bráðabirgðastjórnar' nýja Glitnis. Á þetta var bent í sjónvarpi í dag - og því ber að hrósa Björgvin fyrir að hafa strax séð að sér og dregið Jón Þór til baka og sett Þóru M. Hjaltested í hans stað.
Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til að Björgvin hafi verið að tryggja hagsmuni Samfylkingarinnar með upprunalegu ráðstöfuninni - en það er gott til þess að vita að hann skilur að skynjun fólks í þessum efnum skiptir höfuðmáli og hafi því skipt um skoðun. Perception is everything, sagði einhver einhverntíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.