Fleiri leynifundi, takk!

Það er skortur á upplýsingum um hvernig stendur, hvernig gengur og hvert er verið að fara. Það er ábyggilega rétt hjá stjórnvöldum að þau vita ekki mikið meira en við hin - en það breytir ekki því að það þarf að upplýsa fólk betur en gert hefur verið. Blaðamannafundir þeirra Geirs og Björgvins í upphafi mánaðarins voru góðra gjalda verðir og upplýsandi en það er varla hægt að ætlast til að slíkt sé gert daglega. Einhverja leið þarf samt að finna til að koma upplýsingum á framfæri við almenning. Óvissan er vond fyrir heilsuna.

Það væri til dæmis kjörið að halda áfram að efna til óformlegra funda með fulltrúum fjölmiðla af og til, eins og gert var í síðustu viku. Slíkir fundir tíðkast um allan heim og eru gagnlegir fyrir bæði þá sem boða til þeirra og eins þeirra sem eru boðnir, þ.e. fulltrúa fjölmiðla sem hafa það hlutverk að koma upplýsingum á framfæri. Þeirra hlutverk er nefnilega að útskýra hluti og setja þá í samhengi, ekki bara að vera með upphrópanir og hávaða.

Vart er hægt að taka mikið mark á þeim sem hafa verið að agnbúast út í 'bakgrunns' eða óopinbera upplýsingafundi ráðamanna enda verður ekki annað séð en að þar ráði ergelsi yfir að hafa ekki verið meðal 'útvaldra'. 

Já, og svo náttúrlega þetta: burt með spillingarliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband