Það kemur aldrei lag

Hömluleysið gerir var við sig víða. Til dæmis í rokki dagsins. Mikið af því er miklu frekar iðnaðarframleiðsla á hávaða en tónlistarsköpun. Ég nenni sífellt minna að fylgjast með því sem er að gerast á því sviði - eins og ég var upptekinn af þessu einu sinni! - enda finnst mér oft ekki mikið til koma.

Það sem er verst er sá skortur á sjálfsgagnrýni sem tröllríður þessum bransa núna. Raggi Bjarna samdi á sínum tíma frábært lag, Barn, við ljóð Steins. Haukur Morthens semdi Ó borg, mín borg við ljóð Vilhjálms frá Skáholti, ef ég man rétt.

Engum þarf að detta í hug að Ragnar og Haukur hafi ekki sett saman fleiri lög - en þegar annálaðir smekkmenn eiga í hlut er vel valið og þess vegna eru ekki mikið fleiri lög eftir þessa menn til á plötum. Þeir vildu/vilja ekki senda frá sér hvað sem er. Þeir gerðu þá kröfu til sjálfra sín að frá þeim færu aðeins almennileg lög.

Þessa smekkvísi og virðingu fyrir hlustendum skortir orðið hjá mörgum þeirra sem troða upp með frumsamið efni. Það kemur aldrei neitt lag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband