Stöđ 2 gekk fram af brúninni

Ég var svo lánsamur ađ búa í útlöndum á međan veislan var haldin hér á Hóli. En ég fylgist međ í gegnum fjölmiđla og svo fréttir frá ćttingjum, vinum og kunningjum. Ég skildi aldrei hvađ stóđ á bak viđ ţessa skyndilegu auđsćld á Íslandi enda var ekki ađ sjá ađ framleiđslan hefđi aukist sem öllu ţessu nam.

En ţađ var augljóst af fjölmiđlum ađ ţetta var allt rosalega fínt og gott og ađ ţeir sem ekki voru ríkir voru pakk sem ekki tók ađ eyđa orđum eđa prentsvertu í. Ţađ var ţví rétt sem kom fram á borgarafundinum á Nasa í gćrkvöld ađ fjölmiđlarnir brugđust (og sumir eru enn ađ ţví; kannski meira um ţađ síđar) og voru óheyrilega sjálfhverfir og međvirkir.

Stöđ 2 sagđi frá ţessu sjónarmiđi í fréttum í kvöld. En svo gekk fréttastofa Stöđvar 2 beint fram af brúninni: nćsta frétt var í gamla upphafđa dýrlingastílnum. Sindri Sindrason fjallađi ţar um Actavis sem er lent í vondum málum vestur í New Jersey fyrir ađ hafa framleitt lyf sem einhver óvćra fannst í. Ţađ virtist engu máli skipta í ţessari umfjöllun ađ bandaríska matvćla- og lyfjaeftirlitiđ hefđi sett Actavis í New Jersey út af sakramentinu, öll áherslan var lögđ á ađ Actavis vćri beitt órétti og fengi ekki ađ framleiđa sín lyf á sínum mikilvćgasta markađi. Sem sagt: enginn lćrdómur dreginn af fortíđinni.

Og ađ auki ćtti Sindri Sindrason vitaskuld aldrei ađ fá ađ koma nálćgt fréttum af Actavis vegna fjölskyldutengsla viđ ţađ fyrirtćki, og skiptir ţá engu hvort ţau tengsl eru gömul eđa ný. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband