Framkvæmdastjóri óskast

Ég var að tala við Val frænda minn um þann vanda lítils samfélags: þótt ætti að reka sem flesta sem bera ábyrgð á hruninu, þá er ekki um auðugan garð að gresja - hérumbil allir sem eru hæfir til að reka samfélagið eru tengdir þeim sem hafa reynst óhæfir. Frændi minn benti á að CitiBank hefði verið að segja upp 50 þúsund manns og þá yrðu eftir um 300 þúsund starfsmenn; Ísland væri í sjálfu sér ekki mikið meira mál en slíkt stórfyrirtæki. Hann vildi þess vegna auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir Ísland.

Okkur kom saman um að þetta væri sennilega ágæt hugmynd og að auglýsingin ætti að hljóða einhvern veginn svona.

Framkvæmdastjóri óskast

Duglegur rekstrarmaður óskast til að taka að sér rekstur á einkahlutafélagi í Norðurhöfum. Félagið hefur yfir að ráða um 200 þúsund starfsmönnum sem eru vel menntaðir, fúsir til vinnu og fljótir að tileinka sér breyttar aðstæður - en eiga til að hlaupa út undan sér á eftir einskis nýtum nýjungum og gylliboðum og missa þá raunveruleikaskyn.

Góður húsakostur í boði með fínum bíl. Laun verða ákveðin á félagsfundi á Austurvelli n.k. laugardag kl. 15 GMT.

Lysthafendur sendi umsóknir með ítarlegum persónuupplýsingum á netfangið screwed@iceland.is. Öllum umsóknum svarað. Fullum trúnaði heitið.

Ath: Aðeins erlendir ríkisborgarar koma til greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður!!!

Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband