Odetta öll: merku lífi lokiđ
3.12.2008 | 16:19
Odetta, sem lést 77 ára gömul í gćr vestur í New York, skilađi góđu dagsverki á langri ćvi og skilur til allrar hamingju eftir sig vćnt safn hljóđritana sem lengi munu lifa. Hún var stórmerkileg kona og fór í fararbroddi, ásamt mörgum öđrum, í réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum á sínum tíma - söng međal annars á útifundinum mikla í Washington 1963, ţegar Martin Luther King flutti sína frćgu rćđu.
Ég var reyndar svo lánsamur ađ hafa hitt Odettu og kynnst henni svolítiđ. Ţađ var vestur í Massachusetts veturinn 1975 ţegar hún birtist skyndilega í hljóđveri ţar sem ég var í embćttiserindum sem umbođsmađur hljómsveitarinnar Pelican. Hún varđ hrifin ţegar í ljós kom ađ ég hafđi veriđ ađdáandi um langa hríđ og nuddađi á mér axlirnar og hálsinn af alúđ og eftirlćti. Ég reyndi svo ađ fá hana flutta heim til ađ halda hér konsert, en ţađ tókst ekki, ţví miđur.
Odetta var talsvert spiluđ á ţjóđlagakvöldum sem ég stóđ fyrir í Tónabć sáluga í kringum 1970 og vakti alltaf lukku. Ţar hófu reyndar margir ágćtir menn sinn feril - gott ef ţađ var ekki á ţessum kvöldum sem Hörđur Torfason byrjađi, og líka Magnús & Jóhann, Bergţóra heitin Árnadóttir, ljúflingsflokkurinn Lítiđ eitt úr Hafnarfirđi og fleiri og fleiri.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.