Valgerður axlar sína pólitísku ábyrgð
9.12.2008 | 13:42
Ef 'pólitísk ábyrgð' þýðir að menn viðurkenni að þeir njóti ekki lengur trausts til að gegna pólitísku hlutverki, þá er Valgerður Sverrisdóttir eina mannaeskjan sem hefur axlað sína ábyrgð í yfirstandandi vandræðum. Hún segist ekki vilja vera formaður Framsóknarflokksins vegna þess að hún sé ímynd einkavæðingar bankanna og þar með - að hluta til - hvernig komið er fyrir okkar hnípnu þjóð.
Þetta er náttúrlega alveg hárrétt hjá Valgerði. Gott hjá henni - hún metur stöðu sína rétt. Ætli einhverjir taki sér hana til fyrirmyndar? Þarf nokkuð að nefna nöfn?
Athugasemdir
Eiga þá ekki allar ríkisstjórnir heimsins að segja af sér sem hafa verið við völd í meira en 5 ár plús?
Guðmundur Björn, 9.12.2008 kl. 18:18
Með fullri virðingu Ómar, konan er enn á þingi og ætlar ekki að hverfa þaðan, hún er að axla sína ábyrgð gagnvart flokknum sínum og skráðum meðlimum hans sem stýra því hverjir eru í framboði til Alþingiskosninga hverju sinni með sínum eigin hætti. Það kemur mér bara ekkert við hvað gerist innan raða flokksins sem almennur kjósandi enda hef ég engin tengsl við þennan flokk. Stjórnmálamenn eins og Valgerður virðast ekki skilja að þeir eru fyrst og fremst á þingi í umboði kjósenda og þar liggur hin raunverulega pólitíska ábyrgð. Þangað til hún hverfur af þingi þá hefur hún ekki axlað neina pólitíska ábyrgð hvað mig snertir og mál sem varðar einkavæðinguna. Í því máli tók hún ákvarðanir sem ráðherra og alþingismaður í umboði þjóðarinnar en ekki sem meðlimur Framsóknarflokksins.
Ester (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:16
Taka Valgerði sér til fyrirmyndar - hvaða skrípalæti eru þetta
Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 21:11
Ester
Ábyrgð stjórnmálamanna er tvíþætt að mínu viti. Ef þeir telja að þeir hafi gert eitthvað í fortíð, sem veldur vanhæfi í nútíð, þá víkja þeir til hliðar á því sviði. Það gerir Valgerður.
Þeir eru kosnir til 4 ára og hafa því tekið á sig þá ábyrgð að vinna fyrir kjósendur, kjördæmi, landið meðan það umboð varir og ekki hefur neitt það komið upp sem gerir þingmanni það ókleyft, þá sitja þeir meðan umboð er til staðar. Það gerir Valgerður. Hún sýnir ábyrgð.
Eitt að lokum, ég er ekki framsóknarmaður heldur manneskja sem leitast við að hugsa um líðandi stund út frá heilbrigðri skynsemi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2008 kl. 21:52
Það heitir ekki að taka ábyrgð þegar fólk áttar sig á því að það er orðið svo óvinsælt í eigin röðum að það geti ekki verið í forystu. það heitir að taka skinsamlegar ákvarðanir.
Brynjar Hólm Bjarnason, 9.12.2008 kl. 22:23
Valgerður virkar heilsteypt manneskja á mig,fæ alltaf á tilfinninguna að hún hafi verið meðvirk þegar„ einkavinavæðinga-nornaveislan„ byrjaði fyrir örfáum árum.Held að hún hafi ekki getað maldað í móin gegn „hákörlunum í Framsókn og Sjálfst...
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:08
Ég stend því við það sem ég sagði Hólmfríður. Valgerður hefði átt að víkja af þingi ef henni finnst hún þurfa að bera pólitíska ábyrgð vegna einkavæðingarinnar. Einkavæðingin var pólitískt mál sem hún kom að sem ráðherra og bar ábyrgð á sem ráðherra þegar hún sat á Alþingi. Að segja að hún sé að bera pólitíska ábyrgð á þessu tiltekna máli með þessu útspili sínu innan Framsóknarflokksins er kattaþvottur.
Ester (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:37
Ester. ´
Er ábyrgð endilega fólgin í því að flýja af hólmi og láta sig hverfa. Ábyrgin er miklu frekar fólgin í að vera til staða og gera eitthvað í málinu. Hákarlarlana þarf að gera óvirka og til þess verður einhver að vita hverjir þeir eru.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 00:45
Ester. ´
Er ábyrgð endilega fólgin í því að flýja af hólmi og láta sig hverfa. Ábyrgin er miklu frekar fólgin í að vera til staða og gera eitthvað í málinu. Hákarlana þarf að gera óvirka og til þess verður einhver að vita hverjir þeir eru.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 00:46
Ég kalla það ekki að axla ábyrgð þó konan sjái að hún eins og Guðni njóta ekki trausts í sínum flokki lengur og standa því upp fyrir yngra fólki sem er vel. Þrátt fyrir álver og einkavæðingu bankanna sem Valgerður hefur á samviskunni hyggst hún ekki ætla að hætta þingmennsku og axlar því enga ábyrgð fyrir þjóðina.
Skarfurinn, 10.12.2008 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.