Falleg kveðjustund

Hún var falleg, kveðjustund Rúnars Júlíussonar í Keflavíkurkirkju í dag. Ég fór með góðum vini í Fríkirkjuna og kvaddi þaðan með mörgu öðru fólki. Séra Skúla mæltist vel og hann drap á ýmislegt í fari Rúnars sem var vert að nefna.

Ég var að hugsa það á meðan að líklega höfðu Rúnar og María miklu meiri áhrif á lífssýn mína en ég hafði áttað mig á - til dæmis með spurningunni um gildi formlegs hjónabands og eins trúnni á að það væri alltaf þess virði að leita að einhverju betra - og að lifa lífinu samkvæmt því. Ég átti tvisvar með þeim eftirminnilegar stundir í Keflavík og fór í hvorugt sinnið sami maður heim. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband