Staðfestingin komin: Við erum ekki í kreppu
14.12.2008 | 14:17
Þá er það opinbert og staðfest: Ísland er ekki í kreppu. Ekki ennþá.
Viðtekin skilgreining á niðursveiflu í efnahagslífinu (recession) er að samdráttur hafi orðið í þjóðarframleiðslu tvo ársfjórðunga í röð.
Nýjustu tölur hér heima, sem voru birtar fyrir helgina, sýna að enn sem komið er hefur aðeins mælst samdráttur á einum ársfjórðungi 2008. Við þurfum sjálfsagt að bíða fram í janúar til að vita hvort við erum ábyggilega komin í kreppu eins og aðrar stórþjóðir.
Þetta virðist líka passa við þær fréttir sem berast úr versluninni - þar sýnist ekkert lát á.
Athugasemdir
Ég myndi frekar halda að það væri kreppa (Depression). Mér sýnist að bæði fyrirtæki og heimili séu við það að fara á hausinn. Fólk missir vinnuna í stórum stíl. Ég held bara að hún sé ekki almennilega komin fram. Að þurfa ganga bónleiðar til Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og annarra ríkja til að betla er kreppa og ekkert annað.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:24
Skilgreiningin á hugtakinu kreppa er augljóslega arfavitlaus. Hvaða málstað ætli hún þjóni?
Björgvin R. Leifsson, 14.12.2008 kl. 18:07
Datt hér óvart inn á síðuna þína Ómar minn. Velkominn í bloggheima.
Bestu kveðjur til ykkar hjóna frá okkur hér að Stjörnusteini.
Ía Jóhannsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.