Karlakórinn aldrei betri
14.12.2008 | 22:03
Við létum Karlakór Reykjavíkur syngja í okkur jólin í dag - og syngja úr okkur þyngslin sem fylgja daglegri umræðu í höfuðborginni. Kórinn hefur sennilega aldrei verið stærri - um 80 karlar á öllum aldri - og aldrei betri. Nema árin sem ég var í honum, að sjálfsögðu!
Tenórinn í kórnum er til dæmis þéttari og bjartari en um langa hríð enda hefur orðið talsverð endurnýjun og áberandi margir yngri menn sem setja sinn svip á þetta mikla hljóðfæri. Þar ber ekki síst að nefna kornungan Norðlending, Svein Dúu Hjörleifsson, sem stekkur af og til fram úr kórnum og syngur einsöng með einhverri flottustu tenórrödd sem hefur heyrst lengi. Sveinn Dúa lítur út fyrir að vera um fermingu - en syngur svona líka unaðslega. Það sama má raunar segja um annan einsöngvara, Ásgeir Eiríksson bassa, sem hefur glæsilega náttúrurödd - en var víst eitthvað kvefaður í dag og lagði því ekki í Agnus Dei.
Mikið andskoti hlýtur að vera gaman að vera í svona góðum kór.
Athugasemdir
Það var göfgandi og endurnærandi upplifun að hlusta á kórinn í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Tek undir með síðasta ræðumanni
Flosi Kristjánsson, 15.12.2008 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.