Heilögu mennirnir í Seðlabankanum vestra
16.12.2008 | 21:52
Það er sífellt að koma betur í ljós hvernig heimskreppan varð til - að mestu leyti vestur í Ameríku þar sem markaðsfrelsið var trúarmantra yfirvalda. Það var góð grein um þetta í tímaritinu New Yorker í byrjun mánaðarins þar sem segir frá hvernig þetta fór allt í gang - og ennfremur hvaða hlutverk forstjórar bandaríska seðlabankans léku í þessu öllu. Ekki verður annað séð en að þeir hafi hunsað vísbendingarnar - enda pössuðu þær ekki við möntruna.
Þessir heilögu menn, Alan Greenspan og Ben Bernanke - kannski eru þeir ekki eins klárir og af er látið. Þeir eru samt ennþá svo heilagir, að enginn heimtar að þeir taki pokann sinn!
Þarna er líka kostuleg frásögn af því þegar Bernanke var í fyrsta sinn að lesa Bush forseta efnahagspistilinn. Það eina sem forsetinn hafði til málanna að leggja var að sokkar seðlabankastjórans pössuðu ekki við fötin hans.
http://www.newyorker.com/reporting/2008/12/01/081201fa_fact_cassidy
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.