Til fyrirmyndar

Eina leiðin til að Rannsóknarnefnd Alþingis (sú sem á að skoða bankahrunið og aðdraganda þess) nái árangri er sú að hún fái víðtækan og almennan stuðning. Nefndin sjálf á það skilið - og eins þeir einstaklingar sem þar sitja. 

Og guð láti gott á vita: þau þrjú upplýsa á heimasíðu nefndarinnar allt um eignatengsl sín við fjármálasvíðingana sem réðu öllu á Íslandi um árabil (sem eru engin, sýnist mér) og jafnframt gera þau grein fyrir hugsanlegum fjölskyldutengslum. Þetta mættu ýmsir ráðamenn taka sér til fyrirmyndar.

Ég held maður verði að treysta því að þetta sé forsmekkurinn að störfum nefndarinnar - og að hún hafi það stöðugt að leiðarljósi að allt beri að upplýsa. Auðvitað eru þar einhver mörk - en manni sýnist að þessu tríói sé treystandi til þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég er sammála þér Ómar að þessu tríói sé treystandi til að upplýsa um hvað fór úrskeiðis og hvað það var sem olli bankahruninnu .

Almenningur ætti að treysta Rannsóknanefnd Alþingis og almenningur getur fylgst með með því að fara in á  http://www.rannsoknarnefnd.is/

Okkur veitir ekki af að það sé nú einhverjir sem treystandi  í stjórnkerfinu til að upplýsa okkur um hlutina þegar að því kemur en nefndinn á leggja fram fyrir  Alþingi lokaskýrsluna fyrir 1.nov 2009.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 10.1.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til að fólk treysti nokkrum sköpuðum hlut sem þessi ríkisstjórn verður sammála um?

Hvar í heiminum nema hér hefðu stjórnvöld boðið umbjóðendum sínum upp á slímsetu eftir bankahrunið og aðdraganda þess í meira en ár?

Hafið þið Ómar og Guðmundur ekkert fylgst með umræðum erlendra fjölmiðla um framgöngu stjórnvalda á Íslandi ? Heyrðuð eða sáuð þið ekki Geir Haarde segja að ef honum hefði orðið á mistök þætti honum það leitt?

Ekki entist mér dagurinn til að rita niður öll þau stórmerki mistaka og afneitunar sem stjórnvöld hafa gert sig sek um á löngum tíma og þið hafið greinilega ekki haft neitt veður af.

Ísland er viðundur alþjóðasamfélagsins í dag svona ámóta og Simbabve.

Davíð Oddsson og Steingrímur J. voru sammála um að þegar á haustdögum hefði ríkisstjórnin átt að skila umboði sínu og skapa ráðrúm fyrir utanþingsstjórn.

En það megið þið kórfélagar í Jákórnum eiga að þið eigið afar samstilltan hljóm.

Og hvernig væri að þið efnduð til samstöðufundar við Stjórnarráðið og hylltuð ykkar leiðarblys?

Árni Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 18:44

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það á að ráða utanað komandi aðila í þessa nefnd - punktur. Skil ekki hvernig er hægt að ráða kerfiskarl eins og Tryggva Gunnarsson sem var í fullu starfi við að passa upp á stjórnvöld. Þetta er svona svipað og að ráða einhvern til að rannsaka sjálfan sig.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.1.2009 kl. 08:13

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Erlingur: Mér hefur ekki sýnst að þessari þjóði sé ætlað annað hlutverk en að taka þegjandi við öllum aðgerðum stjórnvalda. Ég er ósáttur við að þjóðin láti bjóða sér það lengur þegjandi að þeir sem bera ábyrgð á hruninu og allir vita að stjórnuðu í þágu fjárplógsmannanna gangi óáreittir til verka að nýju. Og skipi til mikilverðra rannsóknarverkefna þeim sem þeir treysta.

Treysta til hvers?

Eitthvað mikið hlýtur að vera undirliggjandi þegar stjórnvöld segja ekki af sér við þá atburði sem þjóðin hefur orðið vitni að. Núna er ég að hlusta á samtal Egils Helga og Njarðar P. Njarðvík i Silfrinu. Þar fæ ég samhljóm við mínar skoðanir á málinu. Það finnst mér gott því ég tek mark á Nirði umfram aðra menn flesta.

Árni Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband