Píslarvætti gleðigjafans

Það er ástæða til að samhryggjast Gissuri Sigurðssyni sem enn og aftur hefur verið kosinn gleðigjafi Bylgjunnar. Og það í lýðræðislegri kosningu. Sagan segir að gleðigjafinn hafi barist hatrammlega gegn sigri - en orðið undan að láta fyrir óstöðvandi þrýstingi íslenskrar alþýðu.

Þessi niðurstaða er auðvitað mikill harmur fyrir 'Gissa prests', eins og hann var kallaður á DB í gamla daga (þar sem hann var ávallt með meiri gleðigjöfum), og vandséð hvað má nú verða honum til sáluhjálpar. 

Í lífinu eru margir kallaðir en fáir útvaldir - og fyrir kemur að hinir útvöldu þurfa að fórna sér í þágu þjóðargleðinnar, eins og nú er orðið hlutskipti míns gamla vinar. Það má þó vera Gissuri nokkur huggun harmi gegn að lifa í þeirri vitneskju að hann þarf ekki að leggjast í heilagt jihad með sínu píslarvætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband