Eðlilegar áherslur
26.1.2009 | 23:16
Ég fæ ekki séð að það sé neitt athugavert við áherslur forseta Íslands í þeim fasa kreppunnar sem nú er hafinn.
Í fyrsta lagi að hér náist sæmileg sátt og friður: Ekki veitir af.
Í annan stað að ákvarðanir séu miðaðar við hag þjóðarinnar: Ókey, nema hvað?
Í þriðja lagi að hér verði fljótlega haldnar kosningar: En ekki hvað? Er ekki stjórnin búin að vera?
Og í fjórða lagi að hlustað verði á kröfur um að stokkað verði upp á nýtt: Vitaskuld. Kerfið er ónýtt. Eða halda menn að samfélagsleg sátt náist um að lengja í hengingaról þess?
Ekki veit ég fremur en aðrir hvað býr í hugskoti forseta lýðveldisins - en sjálfum mér sýnist að við höfum nú fengið glimrandi tækifæri til að eiga nýja byrjun og að www.nyttlydveldi.is gæti verið leið í rétta átt.
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni. Ég er komin með mjög sterka tilfinningu fyrir því að Ísland standi nú á krossgötum og nú fari að birta til. Þá meina ég að jákvæðar breytingar séu byrjaðar að gerast og muni gerast á næstu vikum og mánuðum.
Ég viðurkenni það fúslega að vera svolítið skrítin og tel að ég finnu stundum á mér þegar eitthvað er í aðsígi. En hver er ekki skrítin, ég bara spyr.
Einu verð ég að bæta við, ekki veit á hvaða varatanki Igibjörg Sólrún er að standa í fæturna í öllu þessu fári og nýkomin úr aðgerð á heila.
Hef sjálf prófað svoleiðis meðhöndlun og var bara eins og linsoðinn hafragrautur fyrst á eftir. Hún er merkileg þessi kona, það segi ég satt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2009 kl. 01:58
Ólafur Ragnar er óumdeildur fánaberi útrásarinnar. Hólmfríður Ingibjörg Sólrún var enginn gerandi í þessu máli, Það var búið að ganga frá öllu þegar hún kom heim, gegn hennar vilja sem sýnir að hún er eins og linsoðinn hafragrautur og hefur enga stjórn á Sundurfylkingunni sem er margir smáflokkar.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:03
Æ Æ Ómar, hvað er angra þig ágæti maður.
Getur þú ekki þolað að fólki sé hælt þó þú sért ekki sammála því í skoðunum. Ég er til dæmis ekki sammála Davíð Oddssyni, en ég get vel fallist á að hann er sterkur stjórnandi, frábær ræðumaður, skemmtilegur húmoristi, góður penni og sjálfsagt margt annað, en mér líka ekki skoðanir hans og stjórnahættir. Samfylkingin er öflugur flokkur og Ingibjörg Sólrún er mikilhæfur stjórnmálamaður og mikill leiðtogi, þó þú fallist ekki á stefnumálin eða skoðanirnar. Þannig er það bara.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.