Auðvitað er Gunnar Páll tortryggilegur
29.1.2009 | 05:25
Lokaorð fréttar um formannskjör í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur á Vísi.is á miðvikudag:
'Gunnar Páll sem nú stendur í miðjum formannsslag segir að andstæðingar sínir séu vísvitandi að reyna gera störf hans fyrir gamla Kaupþing tortryggileg.'
Við þessu er bara þetta að segja: Það þarf ekkert að reyna að gera þetta tortryggilegt. Þetta er allt tortryggilegt og vafasamt. Og þótt Gunnar Páll hafi ekki haft vit á því á sínum tíma, þá ætti hann að hafa öðlast það vit núna. Hann ætti líka að hafa vit á að draga sig í hlé.
Verkalýðshreyfingin þarf nú sem aldrei fyrr að njóta forustu manna sem eru hafnir yfir grunsemdir af þessu tagi.
Athugasemdir
Þetta er laukrétt. Það var furðulegt að hlusta á Gunnar fjargviðrast í sjónvarpinu um að upplýsingum væri lekið um störf hans. Má ekki sannleikurinn koma í ljós?
Sigurður Sveinsson, 29.1.2009 kl. 06:48
Seg mér; eru mútur eingöngu þegar einhverjum er afhentir seðlar í bréfpoka í dimmu húsasundi? Neeeei,,, er mútugreiðsla ekki rétta orðið þegar maður í lykilstöðu þiggur óeðlilega háar greiðslur fyrir að koma hlutum til leiðar sem honum er ætlað að sjá til að gerist ekki?
Í öllu tali manna um spillingu hér og þar um heiminn, í bíómyndum og í öllum venjulegum skilningi manna á milli fram að þessu þá er líka talað um mútur þegar t.d. opinber starfsmaður þiggur fé og óvart gleymir að læsa hliði eða sofnar óvart smástund á verðinum er þá óeðlilegt að tala um mútur þegar aðili þiggur fé og sér ekki eða skilur ekki þau gögn sem honum er ætlað að leggja mat á... Ef við værum að tala um Nígeríu þá héti þetta mútur. Hvenær förum við að nefna hlutina réttum nöfnum? Hvað var hagnaður Carama ævintúrsins hjá Binga, -heppni?? -vönduð fjármálastjórn, eða "good old kickback" á mafíuvísu??? Þeir venjulegu fjármagnseigendur sem ég kannast við hafa ekki fengið viðlíka hagnað úr eignastýrðum sjóðum sínum. Förum að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
JBH (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:34
Ef það er eitthvað athugavert við að segja frá því sem maðurinn gerði í umboði félagsmanna VR,þá er líklega eitthvað athugavert við það sem hann gerði, ekki satt?
Eiður (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:47
Hvað var hagnaður Caramba ævintýrisins hjá Binga, -heppni?? -vönduð fjármálastjórn, eða "good old kickback" á mafíuvísu???
Athyglisverð málsgrein!
Flosi Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 11:21
VR er í raun ekki bara stéttarfélag heldur líka öflugur fjámagnseigandi. Það er um margt öðruvísi upp byggt en önnur félög og þá sérstaklega hvað varðar félagsaðild. Þar gerist starfsmaður verslunar á félagssvæði VR sjálfkrafa félagi í VR þegar viðkomandi hefur störf og fellur svo út af félagaskrá vissum tíma eftir starfslok, hafi ég skilið lögin rétt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 15:40
VR er gríðarlega sterkt fjárhagslega og hefur svo verið um árabil. Formaður félagsins hefur sennilega meiri skyldum að gegna sökum mikilla eigna.
Ég er ekki að verja GP nema síður sé og mér finnst raunar að hann hefði átt að stíga til hliðar sem formaður, annað hvort um stndarsakir eða alveg. Það er alveg ljóst að vantraust á formann í svona félagi vegna þess að misfarið er með fé, er ekki góður poki að burðast með
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.