Höfundur
Ómar Valdimarsson
Áhugamaður um umburðarlyndi og sanngirni, fólk og fyrirbæri, staði og siði, hið mannlega drama, sultugerð og margt fleira. MA-nemi í mannfræði við HÍ. Blogga sjálfum mér til skemmtunar og hugarhægðar þegar sá gállinn er á mér. Afburða vel kvæntur fjögurra barna faðir, afi Sölku og Kötlu, fóstri kisunnar Margrétar Þórhildar Ýr, nýt fölskvalausrar matarástar hundanna Húgós og Heru - þarf ekki að kvarta yfir neinu.
Nýjustu færslur
- 22.2.2013 Ari fattar þetta ekki
- 7.9.2012 Auglýsingaherferð og lygasögur
- 16.4.2012 Enginn er fyndnari en Guðni
- 2.4.2012 Falleraðir ráðherrar í fýlu
- 29.3.2012 Þjóðin...
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Tenglar
Mínir tenglar
- Agnes mín í London Stjórnmálaskýringar fyrir bjána
- Dagmar mín Listsköpun míns betri helmings
- Newspapers worldwide Dagblöð um víða veröld
- Amnesty International Mannréttindabaráttan heldur áfram
- Dagblöð á vefnum Fyrir fréttafíkla
- Innovations in newspapers Fínn vefur um framfarir í blaðamennsku
- IRIN Fréttavefur SÞ um mannúðarmál
- Africa Confidential Glöggar upplýsingar um pólitík í Afríku
- AlertNet Hamfaravefur Reuters
- Asia Food Um asíska matargerð
- Crisis Group Merkur vefur um átök og friðarumleitanir
- Nýtt lýðveldi Kerfið er ónýtt.
Skotheld tillaga
29.1.2009 | 12:35
Það getur varla nokkur hlutur verið pottþéttari en sá að leggja til við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að vextir á Íslandi skuli lækka. Það er augljóst mál að á það getur sjóðurinn ekki fallist - ekki þegar verðbólga stendur í 19% og fer hækkandi.
Svona tillaga er alveg skotheld. Engar líkur á að hún verði samþykkt. Gildandi samkomulag ríkissjóðs og sjóðsins leyfir það ekki.
Niðurstaðan gefur hins vegar tilefni til að beina reiði almennings annað en að Seðlabankanum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Nákvæmlega:).
Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.1.2009 kl. 15:38
Þetta hefur krulli fattað eins og sagt er.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 15:51
Þetta er alveg sama "give-and-take" dæmið og ef við værum í EB.
ASG lætur okkur hafa peninga með tilteknum skilyrðum sem lúta að ráðstöfun fjárins og hvernig við förum að við endurreisn íslensks efnahagslífs.
Það er bráðfyndið að horfa upp á viðbrögð manna hér heima við "tilmælum þessara anskota" og ímynda sér hvernig landanum verður við ef eða þegar tilmælin fara að berast frá Brussel! Við látum ekki segja okkur fyrir verkum
Flosi Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 21:28
Davíð er fyrst og síðast pólitíkus. Það sýnir sig jafn vel á síðustu metrunum og það gerði "í denn."
Vilborg Traustadóttir, 29.1.2009 kl. 22:59
Flosi: 'tilmælin' frá Brussel hafa verið að koma um árabil. Við erum þegar með um 80% af regluverki Evrópusambandsins. Margt þar hefur reynst vel og verið nauðsynleg tiltekt í stjórnsýslu og stjórnarháttum. Eini gallinn er sá, að við höfum ekkert um þetta regluverk allt að segja á meðan við erum utan sambandsins. Hvort aðild myndi bæta stöðu okkar verulega veit ég náttúrlega ekki - ekki frekar að aðrir - en mannkynssagan bendir eindregið til þess að þjóðir eða samfélagshópar sem ekki 'aðlagast' þróun í nánasta umhverfi sínu hætti hreinlega að vera til.
Ómar Valdimarsson, 30.1.2009 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.