Skotheld tillaga

Það getur varla nokkur hlutur verið pottþéttari en sá að leggja til við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að vextir á Íslandi skuli lækka. Það er augljóst mál að á það getur sjóðurinn ekki fallist - ekki þegar verðbólga stendur í 19% og fer hækkandi.

Svona tillaga er alveg skotheld. Engar líkur á að hún verði samþykkt. Gildandi samkomulag ríkissjóðs og sjóðsins leyfir það ekki.

Niðurstaðan gefur hins vegar tilefni til að beina reiði almennings annað en að Seðlabankanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Nákvæmlega:).

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.1.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta hefur krulli fattað eins og sagt er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta er alveg sama "give-and-take" dæmið og ef við værum í EB.

ASG lætur okkur hafa peninga með tilteknum skilyrðum sem lúta að ráðstöfun fjárins og hvernig við förum að við endurreisn íslensks efnahagslífs.

Það er bráðfyndið að horfa upp á viðbrögð manna hér heima við "tilmælum þessara anskota" og ímynda sér hvernig landanum verður við ef eða þegar tilmælin fara að berast frá Brussel! Við látum ekki segja okkur fyrir verkum

Flosi Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 21:28

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Davíð er fyrst og síðast pólitíkus. Það sýnir sig jafn vel á síðustu metrunum og það gerði "í denn."

Vilborg Traustadóttir, 29.1.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Flosi: 'tilmælin' frá Brussel hafa verið að koma um árabil. Við erum þegar með um 80% af regluverki Evrópusambandsins. Margt þar hefur reynst vel og verið nauðsynleg tiltekt í stjórnsýslu og stjórnarháttum. Eini gallinn er sá, að við höfum ekkert um þetta regluverk allt að segja á meðan við erum utan sambandsins. Hvort aðild myndi bæta stöðu okkar verulega veit ég náttúrlega ekki - ekki frekar að aðrir - en mannkynssagan bendir eindregið til þess að þjóðir eða samfélagshópar sem ekki 'aðlagast' þróun í nánasta umhverfi sínu hætti hreinlega að vera til.

Ómar Valdimarsson, 30.1.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband