Brussel spáir ESB aðild innan tveggja ára
30.1.2009 | 02:41
Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna mánuði keppst um að 'skúbba' þeirri frétt að Íslendingar séu á leið inn í ESB.
Í morgun segir breska blaðið Guardian í frétt að þetta sé nánast ákveðið - Ísland muni fara hraðferð inn í sambandið og fá fulla aðild eftir tvö ár. Þar segir einnig að ESB-aðild verði aðalmál kosninganna í vor. Haft er eftir Olla Rehn að aðild Íslands væri mjög í þágu bandalagsins.
Ekki passar nú þetta alveg við þær fréttir sem berast út úr stjórnarmyndunarviðræðunum við Austurvöll, eða hvað?
Hér er Guardian-fréttin: http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/30/iceland-join-eu
Athugasemdir
Hver veit hvað gerist bak við luktar dyr. Steingrímur Joð er að verða mjúkur í röddinni (æpir minna). Hann er farinn að tala um að framleiða kísilþynnur í sólarrafhlöður á Húsavík, atkvæðaveiðarnar hafnar. Jóhanna er skörungur mikill og hennar tími er kominn. Það er ekkert ómögulegt á Íslandi í dag.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.