Gott hjá Jóhönnu
4.2.2009 | 04:52
Það hefur lengi viðgengist að forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum dagskrá ríkisstjórnarfunda að þeim loknum. Til skamms tíma voru þetta sömu upplýsingarnar í hverri sendingu: Umræðuefni þingmál. Fullkomlega gagnslaust.
En í gær kom fyrsta sendingin frá ráðuneytinu eftir að nýja stjórnin tók við - og þá bar svo við að raunverulegar upplýsingar var þar að finna: forsætisráðherra var með þetta mál, utanríkisráðherra með þetta og heilbrigðisráðherra með sitt.
Þetta er ekki stórt atriði en feiknarlega mikilvægt engu að síður og vonandi til marks um að verið sé að opna leyndarráðið svolítið.
Gott hjá Jóhönnu og hennar fólki!
Athugasemdir
Jóhanna ekki mikið fyrir leyndarmál er hrein og bein, segir hlutina eins og þeir eru eða bara að hún geti ekki upplýst meira núna. Kötturinn og heiti grauturinn komnir í frí sem er bara best. Ef sögurnar eru að verða mjög háværar, er um að gera að slá þær út af borðinu með sannleikanum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2009 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.