Nema hvað?!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé bara tímaspursmál hvenær Ísland verður fullgildur félagi í Evrópusambandinu. Þjóðir sem ekki taka þátt í veröldinni eru dæmdar úr leik.

Mér þótti þess vegna sérstaklega athyglisvert í morgun þegar Álfheiður Ingadóttir sagði ítrekað í umræðum á þingi að það hefði verið gott fyrir fulltrúa í viðskiptanefnd þingsins að hafa fengið fjármálaskýrsluna umræddu beint úr bakarofninum í Brussel; þeir hefðu þá verið með fingurinn á púlsinum öfugt við það sem væri algengara – að löggjafarþing þjóðarinnar vissi ekki almennilega hvað væri að gerast útí Evrópu fyrr en það stæði frammi fyrir orðnum hlut.

Langmestur hluti regluverks Evrópusambandsins hefur lagagildi hér nú þegar – en við höfum ekkert um það að segja. Augljóslega er betra að geta átt þátt í ákvörðunum sem móta líf okkar og kjör um langa framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef ég skil þetta rétt, þá eru þarna miklar og góðar fréttir á ferð. Þetta er líka dagur mikilla frétta. Davíð búinn að segja bless í SÍ. Árni Matt að hætta í stjórnmálum og frjálshyggjudrengur tapaði málinu um frjálsa sölu á bjór utan ÁTVR. Ekki það að ég sé að hatast við sölu á léttu áfengi í almennum verslunum. Kristinn H og Bjarni Harðar að undirbúa framboð gegn ESB. Ekki talað um önnur stefnumál, sennilega bara eftir smekk hvers og eins miðað við hverjir þarna eru á ferð.

Það er engin gúrkutíð á Íslandi í dag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú ert nú laglega úti að aka ef þú heldur að það samsvari þátttöku í veröldinni, hvorki meira né minna, að vera aðili að Evrópusambandinu. Fæstar þjóðir veraldarinnar eru nú í þessu ágæta sambandi.

Gústaf Níelsson, 27.2.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er góð byrjun Gústaf að ganga til liðs við nágranna sína.

Talandi um Kristinn H þá gekk hann á röðina í gær, byrjaði Bjarna Harðar hjá líkaði ekki, næst var tilhugalíf með Össuri seinni partinn í gær, upp úr því slitnaði fyrir miðnætti í gærkvöldi (sem betur fer) og hann er komin heim í heiðardalinn hjá Framsókn, hefur sennilega læðst í skjóli myrkurs. Það sem gerir áhuga minn (eða áhugaleysi) á KHG er að hann er á sveimi í (mínu) NV kjördæmi.

Þetta með viku í pólitík er bara gamall farsi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er góð byrjun Gústaf að ganga til liðs við nágranna sína.

Talandi um Kristinn H þá gekk hann á röðina í gær, byrjaði hjá Bjarna Harðar líkaði ekki, næst var tilhugalíf með Össuri seinni partinn í gær, upp úr því slitnaði fyrir miðnætti í gærkvöldi (sem betur fer) og hann er komin heim í heiðardalinn hjá Framsókn, hefur sennilega læðst í skjóli myrkurs. Það sem gerir áhuga minn (eða áhugaleysi) á KHG er að hann er á sveimi í (mínu) NV kjördæmi.

Þetta með viku í pólitík er bara gamall farsi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband